Mannauðslausnir

Veldu öflug verkfæri til að auka ánægju starfsfólks. Við bjóðum upp á samþættar heildarlausnir í mannauðsmálum.

Hvað gerum við?

Hlutverk okkar er að veita ráðgjöf og aðstoða mannauðsdeildir við að ná sem bestum árangri með starfsfólkið. Við bjóðum fjölbreyttar og notendavænar mannauðslausnir í áskrift sem tryggja betri yfirsýn og einfalt aðgengi að upplýsingum. 

Með lausnum okkar er hægt að halda utan um ráðningarferlið í heild sinni, launaútreikninga, tímaskráningar, viðveru, frammistöðumat, starfsmannasamtöl og fræðslu svo eitthvað sé nefnt. 

Við leggjum metnað okkar í að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf með það að markmiði að aðstoða viðskiptavini okkar að ná sínum rekstrarmarkmiðum. Bókaðu frían ráðgjafafund með sérfræðingi okkar og sjáðu hvernig okkar lausnir geta hjálpað.

 

Sérsniðnar lausnir

Allur ferillinn á einum stað

Finndu rétta fólkið

Mannauðslausnir Advania veita góða yfirsýn yfir allt sem við kemur ráðningum. Umsóknarferlið er notendavænt, móttaka umsókna er sjálfvirk og ferillinn við úrvinnslu vel skilgreindur.

Við fylgjumst með stefnum og straumum í mannauðsmálum og leggjum metnað í að lausnir okkar haldi í við þá þróun sem á sér stað á markaðinum. 

Einfalt er að virkja nýtt starfsfólk í lausninni og veita viðeigandi heimildir ásamt því að taka út skýrslur og greiningar. Skilvirkt ráðningarferli getur sparað umtalsverðan tíma og kostnað fyrir fyrirtækið.

Ráðningarferillinn

Með mannauðslausnum Advania gengur ráðningarferlið hratt og örugglega fyrir sig.

Lausnirnar bjóða upp á rafræna öflun upplýsinga og hægt er að útbúa gátlista sem tryggja að bæði starfsmaður og ábyrgðaraðili ráðningar skili inn viðeigandi gögnum áður en starfsmaðurinn hefur störf. Samningar eru síðan undirritaðir með rafrænum hætti.

Þegar starfsmaðurinn hefur verið virkjaður í viðeigandi kerfum fær hann aðgang að þeirri fræðslu og þjálfun sem þörf er á hverju sinni.

Markmið okkar er að bjóða upp á notendavænar mannauðslausnir og stuðla að jákvæðri upplifun nýs starfsmanns.

Tímar og viðvera

Tíma- og viðverulausnir Advania henta íslenskri vinnulöggjöf vel, enda hannaðar af sérfræðingum á sviði mannauðslausna fyrir íslenskan markað. Starfsfólk jafnt sem stjórnendur hafa góða yfirsýn yfir tímaskráningar og viðveru ásamt helstu upplýsingum um orlof, réttindi, hvíldartíma, afmæli o.fl. Lausnirnar ná til alls þess sem komið er inn á í kjarasamningum og starfssamningum, auk þess að hlíta íslenskri vinnulöggjöf.

Laun

Mikilvægt er að tryggja að laun og launatengd gjöld séu ávallt greidd á réttum tíma og að farið sé eftir lögum og reglugerðum. Með launalausn Advania heldur þú utan um alla þætti launakostnaðar, skilagreinar, launabreytingar, tilfærslur í störfum o.fl. Hægt er að vinna greiningar á mannaflaspám og lykilmönnum, halda utan um jafnlaunavottanir og útbúa verkferla fyrir breytingar hjá starfsmönnum. Allar breytingar á samningum er svo hægt að undirrita með rafrænum hætti.

Þróun mannauðs

Mannauðslausnir Advania veita ítarlegt og gott yfirlit yfir þekkingu starfsmanna. Hægt er að skrá og fylgjast með frammistöðu starfsfólks, stuðla að og styðja við framþróun, halda yfirsýn yfir fræðslu og tryggja eftirfylgni þegar þess þarf. Lausnin heldur utan um alla þekkingu, færni, skírteini og frammistöðu stafsmanna.

Starfslok

Þegar kemur að starfslokum er mikilvægt að tryggja gott upplýsingaflæði til réttu aðilana ásamt því að afvirkja aðgangsheimildir starfsmanna og endurheimta búnað. Þá getur verið gott að vera búinn að hanna skýra verkferla með tilkynningum og gátlistum, hafa við hendina lista yfir búnað og vera búinn að setja upp samþættingar milli kerfa sem tryggir afvirkjun notendans að öllu leiti. Skilvirkir ferlar tryggja að allir geti gengið sáttir frá borði.

barista2.jpg

50skills

Það er mikilvægt fyrir stjórnendur að geta tekið ákvarðanir út frá réttu gögnunum.

50skills er heildstæð lausn í ráðningum starfsfólks sem sameinar það nýjasta í tækni- og ráðningarmálum. Lausnin virkar vel til að koma á framfæri skilaboðum, atvinnuauglýsingum og einnig fyrir deilingar á samfélagsmiðlum. Mikil áhersla er lögð á að tryggja að atvinnuauglýsingin þín fái hámarks dreifingu og hægt er að umbuna núverandi starfsfólki ef það aðstoðar við að finna réttan aðila í starfið.

 • Stjórnendaupplýsingar
 • Umbunarkerfi
 • Eftirfylgni með umsóknum
 • Einfalt samstarf ráðningarteymis
 • Sjálfvirkar virkjanir starfsfólks í mannauðslausnum 

Advania er söluaðili 50skills á Íslandi og samstarfsaðili í þróun á lausninni.

Copy of Advania3721_01.jpg

H3 Laun

H3 Laun er sérsniðin að íslenskri vinnumarkaðslöggjöf. Lausnin er hentug fyrir allar launavinnslur hvort sem um ræðir fyrir starfsfólk á tímakaupi eða mánaðarlaunum, fyrirfram- eða eftirágreiddum launum. Einnig er gert ráð fyrir meðhöndlun mismunandi vaktaálags o.fl.
Hægt er að reikna út launakostnað vegna veikinda, orlofs o.fl. sem gefur stjórnendum nauðsynlegar upplýsingar um skuldbindingar fyrirtækisins hverju sinni. H3 tekur á móti upplýsingum frá öllum helstu viðverukerfum og skilar færsluskrá til helstu fjárhagskerfa. 

 • Sérsniðið að íslenskri vinnulöggjöf
 • Tekur við upplýsingum frá öllum helstu viðverukerfum
 • Samþykktarferill sem gerir stjórnendum kleift að yfirfara og samþykkja launakostnað

Samtal

Samtal hjálpar stjórnendum að setja starfsmannasamtöl í forgang með einföldum og aðgengilegum lausnum. Mannauðsfólk getur útbúið sniðmát fyrir allar tegundir samtala sem stjórnendur og starfmenn geta nálgast á einfaldan hátt. Samtöl verða þannig ekki bara stöðluð, heldur er um leið auðvelt að fylgja eftir að þau eigi sér stað.

graphicstock-handsome-hipsteLORES_LIT.jpg

H3 Mannauður & Fræðsla

H3 mannauður & fræðsla auðveldar fyrirtækjum yfirsýn yfir mannauðsmál fyrirtækisins. Lausnin gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um allar grunnupplýsingar s.s. starfslýsingar og starfsheiti, deildir, næsta stjórnanda og ráðningarhlutfall á einfaldan hátt.

Í fræðsluhlutanum er haldið utan um allt sem tengist fræðslu starfsmannsins og upplýsingar tengdar þekkingu hans, ásamt því að hægt er að stofna og halda utan um fræðsluviðburði. Hægt er að nýta sér samþættingar t.d. við aðrar lausnir fyrirtækisins til að upplýsingar uppfærist í rauntíma.

 • Góð yfirsýn yfir fræðslu og þekkingu starfsfólksins
 • Gott aðgengi að grunnupplýsingum um starfsfólkið
 • Heldur utan um viðburði og þátttakendur
 • Samþættingar við aðrar lausnir
Advania0178_01minnkuð.jpg

Bakvörður

Bakvörður er tímaskráningakerfi sem hentar fyrirtækjum í flestum geirum atvinnulífsins.  Lausnin er skýjalausn og heldur utan um tímaskráningu, fjarvistir og vaktaplön starfsmanna og veitir starfsmönnum og stjórnendum nauðsynlega yfirsýn. 
Lausnin miðar að breytilegu vinnufyrirkomulagi starfsfólks hjá fyrirtækjum.

 • Skráning tíma með stimpilklukku, tölvu eða snjalltækja
 • Öflugt samþykktarferli millistjórnenda
 • Samþætting við helstu launakerfi
 • Skýjalausn, aðgengileg hvar og hvenær sem er

Vinnustund

Vinnustund er vaktaáætlana- og viðverukerfi fyrir stærri fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. Vinnustund heldur utan um og reiknar forsendur launa út frá vinnutíma starfsmanna, stimplunum og tíma- og fjarvistaskráningum. Kerfið  heldur utan um mismunandi réttindaávinnslu starfsmanna, sem dæmi orlof, frí vegna hvíldartímabrota, veikindi og yfirvinnufrí.

Umræðan

Blogg um mannauðslausnir

Tölum saman

advania colors line
Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan