Mannauðslausnir

Sérsniðnar lausnir

Allur ferillinn á einum stað

Finndu rétta fólkið

Mannauðslausnir Advania veita góða yfirsýn yfir allt sem við kemur ráðningum. Umsóknarferlið er notendavænt, móttaka umsókna er sjálfvirk og ferillinn við úrvinnslu vel skilgreindur.

Við fylgjumst með stefnum og straumum í mannauðsmálum og leggjum metnað í að lausnir okkar haldi í við þá þróun sem á sér stað á markaðinum. 

Einfalt er að virkja nýtt starfsfólk í lausninni og veita viðeigandi heimildir ásamt því að taka út skýrslur og greiningar. Skilvirkt ráðningarferli getur sparað umtalsverðan tíma og kostnað fyrir fyrirtækið.

> 50skills einfaldar ráðningarferlið til muna

Ráðningarferillinn

Með mannauðslausnum Advania gengur ráðningarferlið hratt og örugglega fyrir sig.

Lausnirnar bjóða upp á rafræna öflun upplýsinga og hægt er að útbúa gátlista sem tryggja að bæði starfsmaður og ábyrgðaraðili ráðningar skili inn viðeigandi gögnum áður en starfsmaðurinn hefur störf. Samningar eru síðan undirritaðir með rafrænum hætti.

Þegar starfsmaðurinn hefur verið virkjaður í viðeigandi kerfum fær hann aðgang að þeirri fræðslu og þjálfun sem þörf er á hverju sinni.

Markmið okkar er að bjóða upp á notendavænar mannauðslausnir og stuðla að jákvæðri upplifun nýs starfsmanns.

> 50skills einfaldar ráðningarferlið til muna

Tímar og viðvera

Tíma- og viðverulausnir Advania henta íslenskri vinnulöggjöf vel, enda hannaðar af sérfræðingum á sviði mannauðslausna fyrir íslenskan markað. Starfsfólk jafnt sem stjórnendur hafa góða yfirsýn yfir tímaskráningar og viðveru ásamt helstu upplýsingum um orlof, réttindi, hvíldartíma, afmæli o.fl. Lausnirnar ná til alls þess sem komið er inn á í kjarasamningum og starfssamningum, auk þess að hlíta íslenskri vinnulöggjöf.

Haltu utan um tímann með > Bakverði og > Vinnustund

Laun

Mikilvægt er að tryggja að laun og launatengd gjöld séu ávallt greidd á réttum tíma og að farið sé eftir lögum og reglugerðum. Með launalausn Advania heldur þú utan um alla þætti launakostnaðar, skilagreinar, launabreytingar, tilfærslur í störfum o.fl. Hægt er að vinna greiningar á mannaflaspám og lykilmönnum, halda utan um jafnlaunavottanir og útbúa verkferla fyrir breytingar hjá starfsmönnum. Allar breytingar á samningum er svo hægt að undirrita með rafrænum hætti.

> H3 Laun tryggja að launamálin séu í lagi

Þróun mannauðs

Mannauðslausnir Advania veita ítarlegt og gott yfirlit yfir þekkingu starfsmanna. Hægt er að skrá og fylgjast með frammistöðu starfsfólks, stuðla að og styðja við framþróun, halda yfirsýn yfir fræðslu og tryggja eftirfylgni þegar þess þarf. Lausnirnar halda utan um alla þekkingu, færni og frammistöðu stafsmanna ásamt því að hjálpa til við regluleg samtöl. 

Fáðu yfirsýn með > H3 mannauði og haltu starfsmannasamtöl í > Samtali

 

Starfslok

Þegar kemur að starfslokum er mikilvægt að tryggja gott upplýsingaflæði til réttu aðilana ásamt því að afvirkja aðgangsheimildir starfsmanna og endurheimta búnað. Þá getur verið gott að vera búinn að hanna skýra verkferla með tilkynningum og gátlistum, hafa við hendina lista yfir búnað og vera búinn að setja upp samþættingar milli kerfa sem tryggir afvirkjun notendans að öllu leiti. Skilvirkir ferlar tryggja að allir geti gengið sáttir frá borði.

> Vertu með allt á hreinu með H3 mannauði

við erum mannauðslausnir Advania

Hvað gerum við?

Hlutverk okkar er að veita ráðgjöf og aðstoða mannauðsdeildir við að ná sem bestum árangri með starfsfólkið. Við bjóðum fjölbreyttar og notendavænar mannauðslausnir í áskrift sem tryggja betri yfirsýn og einfalt aðgengi að upplýsingum.
Með lausnum okkar er hægt að halda utan um ráðningarferlið í heild sinni, launaútreikninga, tímaskráningar, viðveru, frammistöðumat, starfsmannasamtöl og fræðslu svo eitthvað sé nefnt.
Við leggjum metnað okkar í að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf með það að markmiði að aðstoða viðskiptavini okkar að ná sínum rekstrarmarkmiðum.

Umræðan

Blogg um mannauðslausnir

Sendu okkur fyrirspurn eða bókaðu fund með sérfræðingi

Tölum saman

 
Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan