Mannauður er mikilvægasta auðlind fyrirtækja og við eigum lausnir sem hjálpa þér að hámarka afkastagetu mannauðsins þíns.

H3 launa- og mannauðskerfi

Náðu betri árangri

H3 er heildstætt launa- og mannauðskerfi sem er samsett úr öflugum kerfiseiningum. Þú ræður umfangi kerfisins og getur innleitt stakar kerfiseiningar eftir þörfum eða kerfið í heild. 

Meðal helstu kerfiseininga eru H3 Laun, H3 Áætlanir og H3 Mannauður.

Hundruð fyrirtækja nota H3 en notendur kerfisins eru fyrst og fremst mannauðsstjórar, fræðslustjórar og launafulltrúar.

50skills

Nútímalegar ráðningar

50skills er þægilegt ráðningakerfi sem svarar þörfum flestra fyrirtækja í ráðningamálum. Kerfið er fallega hannað og viðmótið er einfalt í notkun.

Með 50skills má ná fram aukinni skilvirkni með straumlínulöguðu og fljótlegu ráðningaferli, en kerfið býr yfir þáttum sem auðvelda stjórnendum alla vinnslu í tengslum við ráðningar.

50skills.png

eloomi

Framtíð fræðslu- og frammistöðustjórnunar

Fræðslustarf fyrirtækja verður leikur einn með eloomi en um er að ræða fjölþætta lausn sem færir stjórnendum öflug tól til að halda utan um þróun mannauðs, skipulag frammistöðustjórnunar, og uppsetningu og utanumhald námskeiða.

Starfsfólk LS Retail er mikið erlendis vegna vinnu sinnar og hefur NAV Ferðauppgjör einfaldað gífurlega allt utanumhald og uppgjör til þeirra vegna útlagðs kostnaðar í hinum ýmsu myntum.
Björk Garðarsdóttir
skrifstofustjóri LS Retail

Matráður

Það er lítið mál að halda utan um matar- og vöruúttektir starfsmanna með Matráði, greiðslu- og úttektarlausn sem sniðin er að þörfum mötuneyta. 

Kerfið hentar jafnt stórum sem smáum fyrirtækjum og fæst í mánaðarlegri áskrift þar sem greitt er eftir fjölda notenda. 

Tímar og viðvera

Skýr yfirsýn og skilvirk tímastjórnun

Advania býður úrval tímaskráningarkerfa sem eiga það sammerkt að tengjast auðveldlega öllum helstu launakerfum sem eru í notkun á markaðnum. Kerfin eru hönnuð til að auðvelda launaútreikninga, skilvirkni og auka starfsánægju á vinnustað með því að auka sveigjanleika þegar kemur að vinnutíma starfsmanna.

Talaðu við okkur um mannauðslausnir

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn