H3 Mannauður

H3 Mannauður & Fræðsla auðveldar fyrirtækjum yfirsýn yfir mannauðsmál fyrirtækisins. 

Yfirsýn og einfalt aðgengi

H3 Mannauður auðveldar fyrirtækjum og stofnunum að halda utan um mannauðsmálin á skipulagðan hátt og gefur stjórnendum góða yfirsýn yfir ýmsar starfsmannaupplýsingar og mælikvarða. 
Auðvelt er að stýra aðgangi stjórnenda, bæði að upplýsingum um starfsfólk og tegundum upplýsinga. 

Á Mínum síðum gefst starfsfólki kostur á að sjá og uppfæra eigin upplýsingar s.s. um menntun og námskeið ásamt því að fylla út ýmis eyðublöð, eins og starfsmannasamtöl. 

 

 

 

Allt á einum stað

Fljótlegt er að útbúa ráðningarsamninga og önnur skjöl í kerfinu og vista gögn starfsfólks í aðgangsstýrðum skjalaskápum. 

Lausnin getur haldið utan um starfsþróunarmál, s.s. starfslýsingar, þátttöku á námskeiðum og frammistöðusamtöl og gerir notendum kleift að skipuleggja fræðslustarf vinnustaða og boða þátttakendur á námskeið.

Verkferlavirkni gerir notendum H3 Mannauðs þar að auki kleift að úthluta verkefnum á einfaldan hátt til umsjónarmanna, t.d. vegna nýráðninga og starfsloka og hafa þar með góða yfirsýn yfir framgang þeirra. 

Mannauðsteningurinn (OLAP) gerir notendum svo kleift að greina og bera saman gögn t.a.m. eftir tímabilum og deildum og miðla þeim til annarra.

Hægt er að samþætta H3 Mannauð við önnur kerfi, s.s. skjalakerfi og LMS fræðslukerfi. Þannig flæða upplýsingar óhindrað á milli og ekki er þörf á að uppfæra þær nema á einum stað. 

 

 

H3 mannauður og fræðsla


Stjórnendaupplýsingar og mælikvarðar
Öflugar aðgangsstýringar
Mínar síður starfsmanna
Skjalagerð og skjalavistun
Starfsþróun og fræðsla
Verkferlar
Greiningarteningar
Samþætting við önnur kerfi

Fáðu fría ráðgjöf