Hvernig nota ég H3 til að reka jafnlaunakerfi?
Í H3 launa- og mannauðskerfinu getur þú starfrækt þitt eigið jafnlaunakerfi þ.e. haldið utan um starfaflokkun, röðun / stigagjöf, starfslýsingar, menntun, laun og aðrar upplýsingar sem tengjast jafnlaunamálum og alltaf haft rétta mynd af stöðunni.
Stjórnendur hafa aðgang að jafnlaunaupplýsingum síns starfsfólks í H3, geta gert jafnlaunagreiningar og sent áfram gögn til greiningaraðila á borð við PwC, Intellecta og Pay Analytics eða beint til vottunaraðila.
Hvenær þarf að fá jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu?
- Lítil fyrirtæki og stofnanir, þar sem 50-89 starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli, skulu hafa öðlast jafnlaunavottun eigi síðar en 31.desember 2022.
- Minnstu fyrirtækin, þar sem starfsmenn eru aðeins 25-49 talsins, hafa val um að sækja annað hvort jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun og skal ferlinu vera lokið fyrir 31. desember 2022.
Hér er hægt að kynna sér jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu.
Verkfæri til jafnlaunavottunar
Með innleiðingu á ÍST 85/2012 staðlinum sem liggur til grundvallar jafnlaunavottun er atvinnurekandi í raun að koma sér upp stjórnkerfi til að tryggja að ákvörðun launa sé málefnaleg og að rökstuðningur fylgi ákvörðunum. Þegar talað er um stjórnkerfi í þessu samhengi er átt við eftirfarandi:
- Verklag skýrt við ákvörðun launa
- Störf og einstaklingar metnir eftir viðeigandi þáttum
- Skipulega sé fylgst með og haldið utan um laun starfsfólks og tryggt að brugðist sé við launamisræmi
- Tekið sé á móti ábendingum
- Úrbætur séu framkvæmdar með meðvituðum og rekjanlegum hætti
Við aðstoðum þig að koma gögnum í H3 launa- og mannauðskerfið
Spjöllum samanHaltu utan um skjölin á einum stað
easyEQUALPAY er lausn í Sharepoint sem einfaldar jafnlaunavottunarferlið. Lausnin er þróuð af Advania og býður upp á forsnið að skjölum sem fylgja gæðakerfi; vöktun, innri og ytri úttektir, rýni stjórnenda, móttaka ábendinga, úrbótaverkefni ofl.
Með lausninni fylgir tilbúinn skjalapakka sem inniheldur grunn að handbók s.s. stefnuskjöl og verklagsreglur. Að auki fylgja gagnleg eyðublöð og sniðmát sem auðvelda alla vinnslu.
Til viðbótar við easyEQUALPAY lausnina má panta ráðgjöf frá Avanti sérstaklega sniðna að innleiðingu kerfisins, til að aðlaga skjöl og klára innleiðingu.
Tölum saman
Viltu vita meira um jafnlaunakerfi? Sendu okkur fyrirspurn.