Jafnlauna­kerfi

Við höfum þróað lausnir sem stuðla að jafnrétti á þínum vinnustað og auðvelda skrefin í jafnlaunavottunarferlinu.

hvað er jafnlaunastjórnkerfi?

Verkfæri til jafnlaunavottunar

Með innleiðingu á ÍST 85/2012 staðlinum sem liggur til grundvallar jafnlaunavottun er atvinnurekandi í raun að koma sér upp stjórnkerfi til að tryggja að ákvörðun launa sé málefnaleg og að rökstuðningur fylgi ákvörðunum. Þegar talað er um stjórnkerfi í þessu samhengi er átt við eftirfarandi:

  • Verklag skýrt við ákvörðun launa
  • Störf og einstaklingar metnir eftir viðeigandi þáttum
  • Skipulega sé fylgst með og haldið utan um laun starfsfólks og tryggt að brugðist sé við launamisræmi
  • Tekið sé á móti ábendingum
  • Úrbætur séu framkvæmdar með meðvituðum og rekjanlegum hætti
Gerum þetta saman

Hefjum þína stafrænu vegferð í dag

Spjöllum saman

easyEQUALPAY

Þarft þú einfalda lausn sem hjálpar þínum vinnustað að öðlast jafnlaunavottun og starfrækja jafnlaunakerfi?

easyEQUALPAY er lausn í Sharepoint sem einfaldar jafnlaunavottunarferlið. Lausnin er þróuð af Advania og býður upp á forsnið að skjölum sem fylgja gæðakerfi; vöktun, innri og ytri úttektir, rýni stjórnenda, móttaka ábendinga, úrbótaverkefni ofl.
Viðskiptavinum býðst að fá með lausninni tilbúinn skjalapakka sem inniheldur grunn að handbók s.s. stefnuskjöl og verklagsreglur. Að auki fylgja gagnleg eyðublöð og sniðmát sem auðvelda alla vinnslu.

Til viðbótar við easyEQUALPAY lausnina má panta ráðgjöf frá Avanti sérstaklega sniðna að innleiðingu kerfisins, til að aðlaga skjöl og klára innleiðingu.

Spjöllum saman

Jafnlaunakerfi með H3

Með H3 Launa- og mannauðskerfinu má stuðla að því að starfsfólk fái jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Kerfið auðveldar að rekstur jafnlaunakerfis.
Það veitir góða yfirsýn og stjórnkerfi til að halda utan um launakjör og mæta kröfum um jafnlaunavottun.

H3 Launa- og mannauðskerfið var þróað sem stoð við jafnlaunakerfi út frá ÍST85 jafnlaunastaðlinum. Það hentar vinnustöðum af öllum stærðum og gerðum, á almennum og opinberum vinnumarkaði. Kerfið tekur einnig mið af starfsmati sveitarfélaga.

Í H3 Launa- og mannauðskerfinu má halda utan um starfaflokkun, viðmið, starfslýsingar, menntun, laun og aðrar upplýsingar sem tengjast jafnlaunakerfinu.

Í H3 Launa- og mannauðskerfinu má veita stjórnendum aðgang að jafnlaunaupplýsingum, gera jafnlaunagreiningar og senda gögn til greiningar- eða vottunaraðila.

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.