Verkfæri til jafnlaunavottunar
Með innleiðingu á ÍST 85/2012 staðlinum sem liggur til grundvallar jafnlaunavottun er atvinnurekandi í raun að koma sér upp stjórnkerfi til að tryggja að ákvörðun launa sé málefnaleg og að rökstuðningur fylgi ákvörðunum. Þegar talað er um stjórnkerfi í þessu samhengi er átt við eftirfarandi:
- Verklag skýrt við ákvörðun launa
- Störf og einstaklingar metnir eftir viðeigandi þáttum
- Skipulega sé fylgst með og haldið utan um laun starfsfólks og tryggt að brugðist sé við launamisræmi
- Tekið sé á móti ábendingum
- Úrbætur séu framkvæmdar með meðvituðum og rekjanlegum hætti