Hjá okkur færðu borðtölvur, fartölvur og spjaldtölvur, skjái og allan aukabúnaðinn sem þú þarft til að auka skilvirkni á þínum vinnustað. Þegar þú velur notendabúnað hjá Advania getur þú verið viss um að þú ert að velja gæði og áreiðanleika.
xps13 kassi.png

Fartölvur

Við bjóðum upp á mikið úrval af vönduðum fartölvum frá Dell. Hjá okkur fást öflugar vélar fyrir þá sem gera kröfu um mikla afkastagetu sem og nettar tölvur fyrir þá sem eru mikið á ferðinni. Það er alveg sama hvað þú ert að fara að gera, við eigum tölvuna fyrir þig. 

Auk hefðbundinna fartölva bjóðum við einnig upp á Chromebook tölvur sem eru sérstaklega sniðnar að þörfum námsmanna.   

Vönduð ráðgjöf og traust þjónusta

Um árabil hafa fyrirtæki um allan heim lagt traust sitt á tölvubúnað frá Dell og það ekki að ástæðulausu. Hér er um að ræða fyrirtæki sem leggur sérstaka áherslu á að hanna og framleiða tölvubúnað sem hjálpar fyrirtækjum að hámarka afköstin. Við erum með Titanium Partner vottun hjá Dell EMC sem þýðir að hjá okkur færðu vandaða ráðgjöf og trausta þjónustu.

Borðtölvur

Við bjóðum upp á ýmsar gerðir borðtölva. Við eigum úrval stórra turna sem bjóða upp á mikla uppfærslumöguleika. Við erum einnig með fyrirferðarlitlar micro-tölvur sem hægt er að festa undir skrifborðið eða hengja aftan á tölvuskjáinn og spara þannig dýrmætt pláss á skrifborðinu. 
7050-1.png
delltablet-latitude.png

Spjaldtölvur

Fyrirtækjalína Dell í flokki spjaldtölva býður upp á spennandi kosti. Annars vegar hefðbundnar en þó gríðarlega öflugar spjaldtölvur og hins vegar svokallaðar 2-in-1 spjaldtölvur sem einfalt er að tengja við lyklaborð og breyta í fartölvur.

Skjáir

Hjá okkur finnur þú margskonar gerðir af tölvuskjám, hvort sem þú ert að leita að skjá fyrir skrifborðið eða fundarherbergið. Við bjóðum einnig úrval af vönduðum upplýsingaskjám í mörgum stærðum og hjá okkur færðu festingar og ýmsa aukahluti.
dellultrasharp.png

Aukabúnaður

Í vefverslun okkar finnur þú veglegt úrval af allskonar aukahlutum fyrir tölvubúnaðinn þinn. Við erum með harða diska, vinnsluminni, töskur, minnislykla, lyklaborð, mýs, netbúnað, heyrnartól, hátalara og margt fleira.

Talaðu við okkur um notendabúnað

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan