Office 365

Allt á einum stað

Office 365 hentar vel notendum er krefjast sveigjanleika og öryggis við vinnu sína. Kerfið er skýjalausn og því eru gögnin aðgengileg notendum hvar og hvenær sem er óháð því hvaða tækni starfsfólkið notar.  Með Office 365 geta allir unnið saman. Notendur geta stækkað og minnkað áskriftarleiðir eftir þörfum.

Forrit íForrit í - mynd

1
9
Póstur í skýinu  - myndNotendur fá aðgang að tölvupósti, persónulegu dagatali, tengiliðaskrá og aðgerðalista. Hægt er að nota þjónustuna í borð- og fartölvum, sem og í helstu snjalltækjum. Aðgangur að þjónustunni er í gegnum vafra, með vefútgáfunni af tölvupóstaþjónustunni Microsoft Exchange Online sem keyrir á Microsoft Exchange Server.

Með Microsoft Exchange Online þurfa fyrirtæki ekki að hafa áhyggjur utanumhaldinu sem fylgir því að reka og uppfæra netþjóna innanhúss, því þjónustan er í skýinu og er sjálfkrafa uppfærð.
Aðgengileg gögn - myndOne Drive for Business er geymslusvæði í skýinu sem notendur fá í gegnum fyrirtækjaaðgang sinn að Office365. Þar geta notendur geymt skjöl á öruggan máta og jafnframt haft þau aðgengileg á öllum tengdum tækjum. Hægt er að nota OneDrive til að deila gögnum og skjölum með samstarfsfélögum og viðskiptavinum. Hægt er að gefa öðrum notendum heimild til að vinna í skjölunum, og það er meira að segja hægt að leyfa mörgum að vinna í skjalinu á sama tíma í gegnum vefútgáfu Office hugbúnaðarins.
OneDrive for Business með Office Online færir þér 1 TB af geymsluplássi. Þú getur verið með skjölin bæði í skýinu og á vélinni og þannig nálgast gögnin án nettengingar. Skjalið uppfærist svo í skýinu um leið og notandi kemst í netsamband.
Vírusvörn - myndMicrosoft Exchange Online er með innbyggða vörn gegn vírusum og síu sem takmarkar ruslpóst. Þessi þjónusta nær bæði yfir móttekin skilaboð, og skilaboð sem notendur senda út. Þetta er gert í þeim tilgangi að verja netið þitt og tækin þín gegn óeðlilegum samskiptum og veirum. Kerfisstjórar þurfa hvorki að setja upp né viðhalda þessum vörnum, heldur eru þær virkjaðar og uppfærðar sjálfkrafa.
Samfélagsmiðill - myndYammer er innbyggður samfélagsmiðill, sem nýtist við hópvinnu eða önnur samskipti tengd námi eða vinnu. Notið Yammer til þess að tengjast nemendum og/eða samstarfsfólki, vinna saman að verkefnum, deila gögnum og hugmyndum hvar og hvenær sem er. Hægt er að bæta við notendum og búa til mismunandi hópa til þess að auðvelda samvinnu. Fyrir notkun á snjalltækjum er hægt að sækja smáforrit og þá er auðvelt að vera í sambandi á ferð og flugi.
Samskiptakerfi  - myndSkype for Business er lausn sem einfaldar samskipti innan fyrirtækja. Kerfið býður upp á ýmsar leiðir fyrir fólk til að eiga samskipti; spjallkerfi, skilaboðasendingar, símtöl, myndsímtöl og fjarfundi. Skype for Business er hægt að tengja við símkerfi og gera að símkerfi fyrirtækisins. Kerfið má jafnframt nota sem viðverukerfi, meðal annars til að sjá hvenær fólk er upptekið, t.d. hvort viðkomandi sé á fundi eða í fríi.
Office pakkinn - myndOffice pakkinn er samansafn ýmiskonar hugbúnaðar sem hentar öllum fyrirtækjum og einstaklingum. Hver notandi getur sett hugbúnaðinn upp á allt að 5 tölvum eða tækjum. Allt virkar þetta saman og eru skjöl hvers notanda honum aðgengileg úr öllum tækjum. Jafnframt hafa notendur aðgang að vefútgáfu Office pakkans sem eru léttari útfærsla kerfanna, sem hentar vel fyrir alla helstu grunnvinnslu.
Leitarvél - myndDelve er leitarvél sem gerir þér kleift að leita að upplýsingum í gegnum allt Office efnið þitt. Þú þarft ekki að muna titil né staðsetningu og færð einungis upp skjöl sem þú hefur þegar réttindi að. Með Delve getur þú skoðað upplýsingar um samstarfsfólk og breytt eigin upplýsingum. Þegar þú og samstarfsfólk þitt skoðið, breytið og deilið skrám er Delve á sama tíma að safna upplýsingum um vinnubrögð ykkar til þess að aðlaga heimasíðuna að ykkur og því eru upplýsingar settar upp á mismunandi hátt á heimasíðu hvers og eins.
Hægt er að hýsa myndbönd fyrirtækisins í kerfinu. Örugg og þægileg geymsla fyrir myndbönd sem af einhverjum ástæðum má ekki deila á ytri síðum.
Sharepoint - myndOneDrive for Business með Office Online færir þér 1 TB af geymsluplássi. Þú getur verið með skjölin bæði í skýinu og á vélinni og þannig nálgast gögnin þó þú sért ekki nettengd/ur. Skjalið uppfærist svo í skýinu um leið og notandi kemst í netsamband
Fyrri flipi
Næsti flipi
2018PartneroftheYear.png
Advania-Gull-jan-2018.jpg

Hvað þarft þú við þín störf?

Hlutverk
Valkostir

Rusl-vörn


Fá tilboð

Sendu okkur þínar þarfir og við munum senda þér sérsniðið tilboð.

Auktu sparnað og skilvirkni með O365

Þórhallur Harðarson hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands lýsir því hvernig þeim hefur tekist að spara gríðarlega með því að nýta sér kosti Office 365.

Starfsfólk Advania brást fljótt og vel við öllum okkar beiðnum. Við unnum í nánu samstarfi við ráðgjafa félagsins og vorum ánægð með þá lausn sem okkur var kynnt. Þegar að uppsetningu kom stóðst allt sem okkur hafði verið sagt um lausnina og við erum sannarlega í skýjunum með Office 365.
Kristján Zophoníasson
framkvæmdastjóri Inter Medica

Spurt og svarað

Fjölmargir kostir fylgja því að nota Office 365. Þú greiðir aðeins fyrir þann hugbúnað sem reksturinn þinn þarf og það er alltaf tryggt að þú ert með nýjustu útgáfu af þeim hugbúnaði sem er innifalinn í Office 365 áskriftarleiðinni þinni. Hafðu samband við okkur með því að senda okkur póst.
Já, það er hægt að nota Office 365 á Apple tölvum. Notendur geta sett upp Office 365 hugbúnað á allt að fimm tölvur.
Einstaklingar hafa aðgang að vefviðmóti þar sem má sjá upplýsingar um áskrift sem og hversu oft og á hvaða vélar hugbúnaður hefur verið sóttur. Kerfisstjórar fyrirtækja fá aðgang að stjórnborði þar sem sýslað er með notendur og áskriftarleiðir.
Gögn íslenskra fyrirtækja eru hýst í gagnaverum innan Evrópska Efnahagssvæðisins, nánar tiltekið á Írlandi og í Hollandi.
Viðskiptavinir eru með hugbúnaðinn í Office 365 í áskrift hjá Microsoft sem ábyrgist virkni hans. Viðskiptavinur stofnar til viðskiptasambands við Advania þar sem Advania tryggir viðskipti viðskiptavinar við Microsoft. Advania þjónustar viðskiptavin með fyrstu og annars stigs mál og leitar til Microsoft ef um flóknari mál er að ræða.
Hluti af uppsetningu á fyrirtæki í skýinu er að auðkenna / sýna fram á að lén viðskiptavinar sé í þeirra eigu. Það er þó valkvæmt því að þau fyrirtæki sem eru stofnuð fá úthlutað lén frá Microsoft, dæmi: NAFNFYRIRTÆKIS.ONMICROSOFT.COM
Office 365 virkar með flestum tegundum nýrri vafra og stýrikerfa (Windows og Mac Os). Sjá nánar á vef Microsoft
Þessi kostnaður ræðst af því gagnamagni sem fyrirtækið nýtir á hverjum tíma ásamt fjölda notenda og stærð skjala sem unnið er með. Það er þó val fyrirtækja að ákveða hvort þau fari með gögn í skýið eða ekki. Dæmi eru um að fyrirtæki kaupi sér Office 365 áskrift einvörðungu til að sækja Office hugbúnaðinn niður á útstöðvar og vista skrár á gamla mátann.
Já hægt er að gerast áskrifandi að einstökum hugbúnaði frá Microsoft eins og Skype for Business, Sharepoint Online og Exchange Online. Ekki er hægt að fá t.d. staka áskrift að Word eða Excel þar sem sá hugbúnaður er í einum heildarpakka, t.d. í Office Professional Plus pakkanum.
Umfang innleiðingingarvinnu vegna Office 365 veltur á því hvaða hugbúnaður er þegar í notkun og hvaða Office 365 hugbúnað á að innleiða. Skilgreina þarf aðgang notenda að hugbúnaði og gögnum. Síðan þarf að panta aðganga fyrir notendur, stofna þá inn, færa gögn yfir á tölvuskýið hjá Microsoft, setja upp hugbúnað á útstöðvar og sannreyna að allir hafi þann aðgang að hugbúnaði og gögnum sem þeir þurfa.
Advania getur veitt fjölþætta þjónustu við þá sem hagnýta Office 365. Við veitum ráðgjöf við val á áskriftarleiðum, aðstoðum við innleiðingu og sinnum notendaaðstoð í gegnum þjónustuver okkar sem er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins, allt árið um kring.
Þegar fyrirtæki fara í Office 365 áskrift er það Microsoft sem veitir þjónustuna og gjaldfærir fyrir áskriftina. Verðið sem keypt er á í evrum gildir út samningstímann (eitt ár í senn)
Prufutíminn á Office 365 (e. Trial) stendur yfir í 30 daga. Eftir það þarf að ákveða hvort viðkomandi fyrirtæki vilji greiða fyrir áskrift.
Stór og smá fyrirtæki, félagasamtök, einyrkjar, skólar og ríkisstofnanir geta nýtt Office 365.
o365-kennsla.png

Stöðluð og sérsniðin Microsoft Office 365 námskeið

Advania býður upp á stöðluð grunnnámskeið í öllum einingum Office 365 auk þess sem við getum sérsniðið grunn-, framhalds- og sérfræðinámskið fyrir þinn vinnustað. Námskeiðin eru yfirleitt haldin á vinnustöðum en mikill sveigjanleiki er í námskeiðinum hvað varðar uppröðun og áherslur námsins. Endilega heyrið í okkur til að fá frekari upplýsingar. 

Algeng námskeið

  • Teams
  • OneNote
  • Outlook
  • Onedrive
  • Excel
  • Sharepoint
  • PowerBI
  • PowerApps

Talaðu við okkur um Office 365

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn