Er grunnurinn í lagi?
Traustur grunnur upplýsingakerfa og innviða er undirstaða stafrænnar vegferðar. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að vera reiðubúin til að aðlagast að kröfum neytenda.
Mikilvægt er að stjórnendur skapi menningu og skipulag sem styðji við framtíðarsýnina.
Til að ná árangri þurfa stjórnendur að huga að þessu:
- Eru undirstöður upplýsingatækninnar nægilega sterkar fyrir stafræna sýn fyrirtækisins?
- Tala upplýsingakerfin nægilega vel saman?
- Eru möguleikar tækninnar sem vinnustaðurinn býr yfir, nýttir til fulls?
- Skapar tæknin fyrirtækinu samkeppnisforskot?