Alrekstur

Öll upplýsingatæknin á einum stað

 

Láttu okkur um upplýsingatæknina

advania colors line

Stór og smá fyrirtæki þurfa ekki lengur að eyða dýrmætum tíma í rekstur á upplýsingatækni. Með því að útvista upplýsingatæknimálum til Advania geta sérfræðingar okkar vaktað upplýsingakerfi, notendabúnað, ástand innviða og sinnt öllu sem við kemur tæknimálum.

Starfsfólk fyrirtækjanna fær aðgang að öflugum tölvubúnaði og allir hafa aðgang að notendaþjónustu sérfræðinga Advania sem greiða hratt úr öllu sem upp gæti komið. 

Rekstur upplýsingatæknimála verður skalanlegur í takt við þarfir fyrirtækisins. Með því að fela Advania að sjá um upplýsingatækni má draga verulega úr kostnaði, til dæmis við endurnýjun á tölvu- og tæknibúnaði og við óvæntar uppákomur. 

 

  • Öruggur rekstur - hámarks uppitími
  • Fyrirsjáanlegur kostnaður - traust áætlanagerð
  • Óvæntar uppákomur í lágmarki
  • Ánægt starfsfólk

Sögur frá viðskiptavinum

Sjáðu reynslusögur viðskiptavina okkar af alrekstrarþjónustu Advania.

Meiri tími fyrir það sem skiptir mestu máli

advania colors line

Við trúum því að fyrirtæki þrífist best þegar þau einbeita sér að sinni kjarnastarfsemi. Þú átt ekki að þurfa að uppfæra tölvur, tryggja stöðugt internetsamband, sjá um afritun og geymslu gagna. Þar komum við inn. 

Meginmarkmið okkar er að skapa þér meiri tíma til að sinna því sem þú kannt best. 

Framleiðni

Fólkið þitt þarf að geta reitt sig á áreiðanlega notendaaðstoð og upplýsingatækniþjónustu sem gerir þeim kleift að aðlagast nýrri tækni hratt og örugglega. 

Uppitími

Tapaður tími þýðir tapaðar tekjur. Sérfræðingar okkar eru stöðugt á vaktinni og bregðast við þegar þörf er á svo þú getir náð hámarksárangri.

Þróun

Markviss framsýni og þróun í UT málum skiptir höfuðmáli í baráttunni um samkeppnisforskot og getur skilið á milli þeirra sem leiða markaðinn og þeirra sem einungis bregðast við breytingum. 

Gögnin

Besta leiðin til að vernda mikilvæg gögn er að vera með vel útfært og skipulagt ferli. Hjá okkur finnur þú vel skilgreindar þjónustur í áskrift þar sem lögð er áhersla á allt sem snýr að hýsingu gagna, öryggislausnumreglubundna og örugga afritun af öllum gögnum og kerfum ásamt öflugri vöktun og aðstoð ef upp koma vandamál í hýsingu eða afritun.

Ráðgjafar okkar á sviði rekstrarlausna hjálpa þér svo að byggja öruggan grunn fyrir tölvukerfið þitt. Þeir hafa mikla reynslu af ráðgjöf í öllu sem viðkemur gögnum og upplýsingatækniöryggi ásamt því að við eigum í samstarfi við marga stærstu birgja heims á sviði upplýsingatækni. 

Skalanleg hýsing

Öryggislausnir

Reglubundin afritun

Fólkið

Þegar kemur að útvistun á tölvuumhverfi er mikilvægt að velja öflugan og áreiðanlegan þjónustuaðila. Sérfræðingar okkar eru til taks allan sólarhringinn, alla daga ársins og veita þér þjónustu sem tryggir hámarksuppitíma og -afkastagetu kerfanna þinna. 

Ánægt starfsfólk er verðmæt auðlind. Við bjóðum tölvur, hugbúnað, og útstöðva- og notendaþjónustu í áskrift svo þú getir tryggt fólkinu þínu aðgang að traustum tæknibúnaði og ítarlegri notendaaðstoð þegar á reynir.

Við viljum nefnilega að starfsfólkið þitt hafi sem mestan tíma til að sinna sínum verkefnum, mæta þörfum viðskiptavina þinna og stuðla að frekari verðmætasköpun.

Áreiðanlegur tölvubúnaður

Hugbúnaður í áskrift

Þjónusta allan sólarhringinn

Innviðirnir

Samkeppnishæfni fyrirtækja veltur meðal annars á því hversu hratt þau bregðast við þeim áskorunum sem þau standa frammi fyrir hverju sinni. Þar skipta tæknilegir innviðir og rekstur þeirra höfuðmáli. 

Við höfum á að skipa fjölda sérfræðingum í rekstri og umsjón upplýsingakerfa og bjóðum því vel skilgreindar innviðaþjónustur í áskrift þar sem áhersla er lögð á allt sem snýr að rekstri netkerfa, rekstri og uppitíma tölvukerfa ásamt persónulegri aðstoð við þróun upplýsingatækniumhverfis þíns.

Stjórnendur fyrirtækja geta þá einbeitt sér algjörlega að sinni kjarnastarfsemi og látið sérfræðinga Advania sjá um allt hitt.

Öruggt netsamband

Rekstur tölvukerfis

Þróun tölvuumhverfis

Upplýsingatækniumhverfið þitt í þremur áskriftarleiðum

advania colors line

Base

Fyrir aðila sem vilja hafa mikla stjórn á upplýsingatækniumhverfinu sínu en þó njóta aðstoðar sérfræðinga Advania inn á milli.

Standard

Fyrir aðila sem vilja útvista rekstri á völdum kerfishlutum. Leið sem  hentar fyrirtækjum sem vilja verja minni tíma í grunnrekstur tækniumhverfis.

Premium

Fyrir aðila sem vilja eftirláta sérfræðingum Advania rekstur á upplýsingtækniumhverfinu og fá meiri tíma til sinna kjarnahæfni sinni.

Taktu næsta skrefið

Sendu sérfræðingum okkar fyrirspurn eða bókaðu frían ráðgjafafund á tíma sem hentar þér
Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn