Örugg hýsing gagna og reglubundin afritun

Besta leiðin til að vernda mikilvæg gögn er að nota áreiðanleg kerfi og vel útfærð ferli. Hjá okkur færðu lausnir sem tryggja hýsingu gagna, og reglubundna og örugga afritun af öllum gögnum og kerfum, ásamt öflugri vöktun, aðstoð og ráðgjöf.

Við hjálpum þér að auka öryggi gagnanna þinna. 


Hýsingarþjónustur í áskrift

Við starfrækjum öryggisvottaða hýsingarsali í gagnaverum okkar á Íslandi. Þau eru mönnuð allan sólarhringinn og þar geta viðskiptavinir tryggt sér öruggan aðgang að interneti, varaafli, gagnaafritun, sýndarumhverfum, vél- og hugbúnaði, stoðkerfum, kælingu, aðgangsstýringu og eldvarnakerfum. 

Hýsingarþjónustu okkar er hægt að sníða að þínum þörfum. Hjá okkur getur þú hýst vef- og sýndarþjóna, vél- og hugbúnað, vefi og tölvupóst. Við önnumst allan rekstur upplýsingakerfa þinna sem þýðir að við sjáum meðal annars um uppsetningar, uppfærslur og viðhald. Þú borgar einungis fyrir þau kerfi, vefþjóna og sýndarþjóna sem þú notar hverju sinni. 

advania_thor_data_center-1@2x.jpg
advania_thor_data_center-14@2x.jpg

Öryggislausnir í áskrift

Hjá okkur færðu allar tegundir öryggislausna, hvort sem um ræðir vírusvarnir, netöryggislausnir, veikleikaskannanir eða vottanir, allt eftir þínum þörfum. Með öryggisráðgjöf Advania getur þú öðlast skýra sýn á hvar helstu hættur og ógnir gagnvart þínum upplýsingainnviðum liggja hverju sinni.

Við hjálpum þér að auka öryggi tölvubúnaðar þíns og lágmarka þannig hættuna á að óprúttnir aðilar noti útstöðvar starfsfólks sem inngang inn í kerfin þín. Um árabil höfum við átt í samstarfi við Trend Micro sem sérhæfir sig m.a. í vörnum gagnvart ransomware-árásum en við bjóðum fjölbreytt úrval öryggislausna frá fyrirtækinu.

Afritun í áskrift

Við bjóðum fjölbreytta og  trausta afritunarþjónustu í samstarfi við hug- og vélbúnaðarframleiðendur sem hafa áratuga reynslu af gagnavörslu. Gögnin eru síðan vistuð í gagnaverum okkar á Íslandi. 

Hjá okkur færðu reglubundna afritun á netþjónum, gagnagrunnum, skýjaumhverfum, útstöðvum og Office 365. Við gerum endurheimt glataðra gagna einfalda, örugga og skjótvirka. Við bjóðum lausnir sem henta einstaklingum sem og stórfyrirtækjum. 

advania_gagnaver-7@2x.jpg

Hvaða áskriftarleið hentar þér?

Hægt er að fá lausnirnar okkar í þremur útfærslum, allt eftir því hversu mikið þú vilt sjá um upp á eigin spýtur.

Base

Fyrir aðila sem vilja sjá um gagnavörslu upp á eigin spýtur en vantar til þess nauðsynlegan hugbúnað og ráðgjöf.

Standard

Fyrir aðila sem vilja útvista gagnavörslu til Advania en reka búnaðinn upp á eigin spýtur. 

Premium

Fyrir aðila sem vilja heildarútvistun gagnavörslu- og öryggisinnviða til sérfræðinga Advania. 

 

Sendu okkur fyrirspurn og fáðu meiri upplýsingar

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn