Hýsingarþjónusta
Nýtt: Hýsingarþjónusta í áskrift
Sýndarþjónar og gagnahýsing
Advania rekur þúsundir sýndarnetþjóna sem hýstir eru í öflugu gagnaveri okkar á Íslandi. Öll umsjón með grunninnviðum umhverfisins er í okkar höndum en viðskiptavinir hafa þess kost að sjá sjálfir um rekstur netþjóna og kerfa.
Við sjáum um uppsetningu og stillingu sýndarþjóna og viðskiptavinur greiðir einungis fyrir þau kerfi sem eru í notkun hverju sinni. Einnig er boðið upp á sjálfsafgreiðsluumhverfi fyrir þá sem vilja meiri stjórn.
Advania býður öfluga og áreiðanlega gagnahýsingu og afritunarlausnir fyrir sýndarumhverfi viðskiptavina. Við höfum á að skipa sérfræðingum í rekstri og umsjón upplýsingakerfa.
Hýsing vélbúnaðar
Við getum hýst vélbúnaðinn þinn í kerfissölum Advania þar sem við tryggjum þér aðgang að stoðkerfum, kælingu- og aðgangsstýringum og eldvarnarkerfi, og gerum þér kleift að kaupa þjónustu tæknimanna sem framkvæma verkefni á borð við uppsetningar og viðgerðir.
Salirnir okkar eru mannaðir allan sólarhringinn og utan hefðbundins vinnutíma geta vaktmenn framkvæmt einfalda vinnu á borð við endurræsingu búnaðar, færslu tenginga o.s.frv. Við bjóðum einnig upp á leigu á geymsluplássi fyrir varahluti og aukabúnað.
Viðskiptavinir borga einungis fyrir notkun og plássið sem búnaðurinn tekur, en hægt er fá heila skápa til leigu eða skápahólf. Minnsta eining sem gjaldfært er fyrir er eitt bil (RU – Rack Unit). Kerfissalir Advania eru vottaðir samkvæmt ISO 27001 öryggisstaðlinum.