Netrekstur

Uppitími og þjónustugeta netkerfa skiptir gríðarlega miklu máli fyrir nútíma fyrirtæki. Þá hafa kröfur starfsfólks og viðskiptavina um hraða og öryggi netsambandsins aukist undanfarin misseri. Og það er ekki síður mikilvægt að reka umrædd kerfi á hagkvæman máta.  

Netrekstur getur verið flókinn og oft lítil þekking til staðar innanhúss hjá fyrirtækjum. Láttu okkur um netreksturinn, vöktun á búnaði, afritun á stillingum búnaðar og sjá um að bregðast við rekstrarfrávikum. Netrekstrarsamningar Advania kveða á um að Advania ber ábyrgð á daglegum rekstri á:  

  • Þráðlausu neti 
  • Staðarneti 
  • Varasambandi 
  • Víðneti og endabúnaði 
  • Eldvegg; hvort sem hann er sérhýstur hjá Advania eða í eigu viðskiptavinar 
  • Kjarnanetsbúnaði 

Netrekstur Advania

Hlutverk Advania er að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir til að tryggja virkni og öryggi kerfanna ásamt því að draga úr flækjustigi þegar kemur að rekstri netkerfa. En fyrir þjónusturnar greiðir viðskiptavinurinn fast mánaðargjald. Sérfræðingar Advania eru á vaktinni allan sólarhringinn, allt árið um kring og ferlar okkar eru vottaðir samkvæmt ISO 27001, alþjóðlegum staðli um upplýsingaöryggi.  

Við trúum því að fyrirtæki þrífist best þegar þau einbeita sér að sinni kjarnastarsemi og hafi meiri tíma fyrir það sem skiptir þau mestu máli. Við leggjum áherslu á öruggan rekstur svo það sé hámarks uppitími, sem og fyrirsjáanlegan kostnað sem skilar sér í öruggari áætlanagerð. 

Ræddu við okkur um netrekstrarlausnir

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan