Skýjaþjónusta Advania

Við bjóðum upp á margskonar tegundir skýjalausna og þjónustu sem þeim tengist og færum þér tólin sem þú þarft til að stýra skrifstofuumhverfinu þínu á öruggan og skilvirkan máta.

Cloud Operations

Sérfræðingar á sviði upplýsingatækni eru sammála um að skýjalausnabyltingin sé löngu hafin og að skýjaþjónustur hafi náð þeim þroska að geta sinnt verkefnum flestra fyrirtækja – þær eru góð viðbót inn í upplýsingatækniumhverfi fyrirtækja. Kosturinn við skýjalausnir felst umfram allt í einföldu aðgengi, sveigjanleika í nýtingu auðlinda og kostnaðarmódeli sem byggt er á því að viðskiptavinurinn greiði einungis fyrir það sem hann nýtir. Hægt er að nýta þær með þjónustum sem hýstar eru og reknar af fyrirtækinu sjálfu, í svokallaðri ,,hybrid uppsetningu“. 

CloudOps_21.jpg


Sérfræðingar Advania hafa umtalsverða reynslu af innleiðingum skýjalausna- og umhverfa. Við getum verið þinn samstarfsaðili í því hvernig og þá hvenær hentar best að innleiða skýjalausnir í upplýsingatækniumhverfi fyrirtækisins. Allt kapp er lagt á að tryggja öryggi þeirra umhverfi sem Advania þjónustar eða mælir með og ráðgjafar geta veitt ítarlega innsýn í öryggi skýjalausna.
Advania býður heildstæða ráðgjöf, stefnumótun, rekstur og þjónustu í skýjalausnum og -þjónustum á hvaða stigi vegferðarinnar sem er. 
Hafðu samband og við förum saman yfir stöðu þína í skýinu.

Advania1515.jpg

Microsoft 365: Vertu með skrifstofuna í hendi þér

Microsoft 365 er heildstæð lausn sem einfaldar reksturinn, eykur öryggi og hjálpar til við að mæta kröfum GDPR. Lausnin sameinar Office 365, Windows 10 og Enterprise Mobility + Security og gefur þér eitt stjórnborð til að stýra notendum, tækjum og öryggismálum.

Microsoft_Azure-Logo.crop.png

Microsoft Azure

Azure er grunnur allra Microsoft skýjaþjónusta og sérfræðingar okkar státa af mikilli reynslu að uppbyggingu Microsoft-lausna á þessum trausta grunni. Azure skalast eftir þínum þörfum og hentar vel fyrir vefsvæði sem þurfa að standast aukið álag á einstökum tímum. Með Azure getur þú treyst því að vefurinn fer ekki niður vegna álags.

Azure hentar einnig vel fyrir gagnageymslur og afritun, rekstur sýndarþjóna og gagnagrunna, þróunarvinnu og margt fleira. Með Azure auðkenni getur þú tengst mörgum þúsundum lausna og verið með eitt auðkenni fyrir þær allar (e. single sign -on). 

Það geta allir nýtt sér Azure, líka þeir sem vilja setja upp Linux og Open Source lausnir, og það besta er að þú borgar einungis fyrir það sem þú notar.

Veeam CloudConnect

Þeir sem nota Veeam afritunarkerfið ættu að kynna sér kosti gagnageymslunnar Veeam CloudConnect sem gerir þér kleift að geyma afrit af sýndarumhverfi þínu í gagnaveri Advania, en þangað eru gögnin flutt dulkóðuð og geymd á öruggan máta.

Við bjóðum upp á 30 daga ókeypis prufuaðgang þar sem þú færð 100GB gagnapláss. Prufuaðgangi fylgir engin skuldbinding og það er auðvelt að setja upp aðgang. Þú einfaldlega skráir þig inn og kerfið er klárt til notkunar.

Sjálfsafgreiðsluviðmót fyrir sýndarvélaumhverfi

Við eigum nokkrar gerðir lausna sem veita þér aðgang að sjálfsafgreiðsluviðmóti sem gerir þér kleift að panta sýndarþjóna og ákvarða hverskonar vinnslu þeir eiga að sinna.
 
Hver sýndarþjónn er búinn til eftir þörf viðskiptavinar, enda er breytilegt hve mikið gagnapláss, vinnsluminni og örgjörvaafl viðskiptavinur þarf hverju sinni. Þegar sýndarþjónn er afhentur er hann nettengdur og með stýrikerfi.
 
Lausnirnar sem við bjóðum eru hýstar í gagnaveri Advania á Íslandi. Advania hefur á að skipa sérfræðingum í rekstri og umsjón upplýsingakerfa. Viðskiptavinir geta fengið ráðgjöf, aðstoð eða verkefnavinnu í tengslum við sýndarumhverfi. 
 
Hafðu samband ef þú vilt fá nánari upplýsingar um lausnirnar sem við bjóðum.

Advania vCloud

Advania vCloud hentar þeim sem keyra tölvuumhverfi sitt á VMware. Hægt er að velja um nokkrar útgáfur stýrikerfa. 

HPC Cloud

Hjá okkur færð þú aðgang að svokölluðu ,,High Performance" tölvuskýi, en það er þjónusta sem færir tölvuumhverfinu þínu aukna afkastagetu, ýmist tímabundið eða reglubundið, allt eftir hvað þér hentar. Þjónustan er unnin í samstarfi við atNorth Data Centers og stórfyrirtækin Hewlett Packard Enterprise, Intel og UberCloud..
HPC þjónustan færir þér aðgang að auðlindum sem geta leyst flóknustu úrvinnslur og verkefni sem einungis eru á færi ofurtölva, án þess að þú þurfir að leggja í neina langtímafjárfestingu, því þú greiðir bara fyrir þær auðlindir sem þú notar hverju sinni. Þetta getur varla verið einfaldara eða þægilegra. 

 

Advania er stærsti samstarfsaðili Microsoft á Íslandi og samstarfsaðili ársins í Svíþjóð. Sú stefna félagsins að vera í fararbroddi í skýjaþjónustu Microsoft eru frábærar fréttir og markar ákveðin þáttaskil. Advania hefur enn og aftur sýnt fram á ákveðið forystuhlutverk í samstarfi sínu við Microsoft sem ég er mjög ánægður með.

Heimir Fannar Gunnlaugsson
Microsoft á Íslandi

Heyrðu í okkur um skýjalausnir

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan