Skýr sýn á losunarbókhald
Auðveld og sveigjanleg gagnasöfnun
Gögnin eru unnin úr reikningslínum birgjareikninga og eru sótt í bókhaldskerfi eða í skeytamiðju. Lausnin getur tengst beint við önnur kerfi og sótt önnur gögn en reikningslínur. Hægt er að lesa inn gögn úr Excel og handslá inn stakar línur.
Greind
Lausnin lærir á gögnin og nýtir greindina til þess að lágmarka handavinnu og tvíverknað.
Gagnahreinsun og reglur
Einn af styrkleikum lausnarinnar er gagnahreinsun sem á sér stað þegar gögnin eru lesin inn. Uppsetning og regluvél sjá um að sækja rétt gögn og hreinsa þau um leið og þau eru lesin inn.
Skýrslur
Notendur geta sett upp sértækar reglur sem leita uppi ákveðnar vörur eða þjónustu í gögnunum og birta niðurstöður í skjámyndum eða skýrslum.
Flokkun eigna
Hægt er að flokka gögnin niður á eignir t.d. fasteignir og bifreiðar.
Úrbætur
Yfirsýn yfir þróun losunar gefur rými til að finna leiðir til úrbóta.