Kolka

Upplýsingagjöf vegna sjálfbærni getur verið flókin og íþyngjandi. Kolka sparar þér sporin og auðveldar þér að reikna kolefnisfótspor, þannig að þú getur notað tímann í bæta aðra þætti rekstrarins.​

Kolka er snjöll lausn sem hjálpar þér að ná utan um stöðu og þróun kolefnisfótspors á einfaldan og áhrifaríkan hátt.

Fylgstu með þinni losun

Skýr sýn á losunarbókhald

Gott aðgengi

Flóra er í skýinu og veitir einfalt aðgengi starfsfólks og stjórnenda að sínum mannauðsupplýsingum í vefviðmóti og á snjalltækjum.

Flóra er aðgengileg á íslensku og ensku.

Yfirsýn stjórnenda

Stjórnandi hefur yfirsýn yfir upplýsingar um starfsfólk eins og yfirlit yfir orlof, réttindi og starfsaldur.

Stjórnandi getur séð nánustu aðstandendur og aðrar tengiliðaupplýsingar fyrir starfsfólkið.

Yfirsýn starfsfólks

Starfsfólk sér upplýsingar um sitt orlof, réttindi og starfsaldur.

Starfsfólk getur sjálft skráð og uppfært upplýsingar um nánustu aðstandendur.

Skipurit

Hægt er að leita eftir nafni til að sjá hvar starfsfólk er statt í skipuriti.

Skipuritið sýnir fjölda starfsfólks í hverri deild og sýnir líka tengiliðaupplýsingar hvers starfsmanns.

Jafnlaunagátt

Jafnlaunagátt heldur utan um ferli launabreytinga.

Stjórnandi getur klárað launabreytingar síns starfsfólk með góðu aðgengi að öllum upplýsingum.

Einföld upplýsingagjöf

Flóra hjálpar mannauðsfólki að einfalda upplýsingagjöf

Auðveld og sveigjanleg gagnasöfnun

Gögnin eru unnin úr reikningslínum birgjareikninga og eru sótt í bókhaldskerfi eða í skeytamiðju. Lausnin getur tengst beint við önnur kerfi og sótt önnur gögn en reikningslínur. Hægt er að lesa inn gögn úr Excel og handslá inn stakar línur.

Greind

Lausnin lærir á gögnin og nýtir greindina til þess að lágmarka handavinnu og tvíverknað.​

Gagnahreinsun og reglur

Einn af styrkleikum lausnarinnar er gagnahreinsun sem á sér stað þegar gögnin eru lesin inn. Uppsetning og regluvél sjá um að sækja rétt gögn og hreinsa þau um leið og þau eru lesin inn.

Skýrslur

Notendur geta sett upp sértækar reglur sem leita uppi ákveðnar vörur eða þjónustu í gögnunum og birta niðurstöður í skjámyndum eða skýrslum.

Flokkun eigna

Hægt er að flokka gögnin niður á eignir t.d. fasteignir og bifreiðar. ​

Úrbætur

Yfirsýn yfir þróun losunar gefur rými til að finna leiðir til úrbóta. ​

Kostir Kolku felast í því að hún reiknar út losun á áhrifaríkan hátt, sparar tíma með einföldu ferli skýrslugerðar og tryggir rekjanleika og samræmi við fjárhagsgögn. Þetta gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um umhverfisáhrif sín á skilvirkan og áreiðanlegan hátt.

Tímasparnaður að halda grænt bókhald​

Lausnin auðveldar notendum að ná markmiðum sínum að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni, með því að auðvelda aðgengi að réttum og samræmdum upplýsingum. Þannig gefst meiri tími í að koma auga á möguleika til úrbóta og eftirfylgni verður markvissari.​

Á einfaldan hátt er hægt að nálgast upplýsingar fyrir skýrslugerð og grænt bókhald sérsniðið að þínum þörfum. ​

Sjálfbærni og lögbundin upplýsingagjöf

Stöðug krafa er um að draga úr umhverfisáhrifum starfsemi fyrirtækja og aukin krafa er um upplýsingagjöf því tengdu, til dæmis sjálfbærniskýrslur. ​

Nýjar lagakröfur gera mörgum fyrirtækjum skylt að skila slíkum skýrslum árlega. Aukin áhersla er því á málefni sjálfbærni hjá íslenskum fyrirtækjum og gott aðgengi að vönduðum upplýsingum um umhverfisáhrif eru mikilvægari en áður. Kolka er lausn sem fyrirtæki geta notað í þeirri vegferð. ​

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um Kolku? Sendu okkur fyrirspurn.