Azure & infrastructure

Microsoft er leiðandi á heimsvísu í skýjaþjónustum fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.
Í Azure eru yfir 200 lausnir og þjónustur hannaðar til að leysa áskoranir nútímans.

Spjöllum saman
nútíma vinnustaðurinn kallar á nútíma lausnir

Vörur í boði

Azure

Í Azure er hægt að hafa umsjón með forritum, byggja upp og stýra rekstri þjónusta milli mismunandi skýja.

Windows virtual desktop

Þjónusta sem býður upp á skjáborð (e. Desktop) og Microsoft 365 lausnasvítuna ásamt fleiri forritum í gegnum Azure.

Rekstur á Microsoft 365

Advania býður rekstrarþjónustu fyrir viðskiptavini sem eru með áskrift í Microsoft 365.

Alveg í skýjunum

Skýjalausnir eru svo sannarlega bylting í upplýsingatækni. Uppsetning og afhending netþjóna, gagnageymsla, gagnagrunna, hugbúnaðar fer fram í skýinu. Það þýðir meiri hraði í þróun, rekstri og skölun. Án þess að fórna neinu í öryggi.

Azure

Microsoft Azure notar marglaga öryggisvarnir fyrir gagnaver, innviði og annan rekstur. Í Azure eru einnig sérstakar varnir gegn DDoS-árásum og öðrum öryggishættum í netlaginu, til að stuðla að öryggi gagna.

Í Azure er hægt að hafa umsjón með forritum, byggja upp og stýra rekstri þjónusta milli mismunandi skýja. Hvort sem reksturinn er eingöngu í skýinu eða blandað umhverfi skýja og tölvubúnaðar á staðnum. Fyrirtæki greiða eingöngu fyrir þá þjónustu og gagnamagn sem þau nota sem eykur fyrirsjáanleika í rekstrarkostnaði.

Advania býður heildstæða rekstrarþjónustu og ráðgjöf í hönnun og uppsetningu á skýjalausnum sem henta fyrir þitt fyrirtæki.

Spjöllum saman

Skipulag á Azure umhverfinu þínu

Azure býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika og sífellt fleiri fyrirtæki eru að kjósa að nýta Azure fyrir skýjalausnir á sviðum gervigreindar, hugbúnaðar og snjallforrita þróunar, gagnagreiningar, IoT tækja, netöryggis o.s.frv.

Til þess að nýta mátt Azure og allrar framþróunar sem er að eiga sér stað þar er lykilatriði að hafa Azure umhverfið sitt í lagi, alveg frá byrjun. Sérfræðingar okkar hjálpa þér að byggja upp umhverfi sem gerir þér kleift að gera það sem þú vilt í Azure.

Kynntu þér Azure landing zone

Windows virtual desktop

Þessi þjónusta hentar vel fyrir fyrirtæki af hvaða stærðargráðu sem er sem vilja mikinn sveigjanleika fyrir notendur sína og þurfa að geta skalað tölvuumhverið sitt. Windows Virtual Desktop getur komið í staðinn fyrir tölvuver og hentar vel fyrir fjarvinnu og tímabundin verkefni. Notendur geta nálgast, með öruggum hætti, staðlað skjáborð og önnur forrit hvar sem er, í hvaða tæki sem er.

Það getur verið flókið og dýrt að setja upp sértækan hugbúnað á mörgum tækjum en í Windows Virtual Desktop er nóg að setja hann upp á einum stað, og dreifa svo til notenda með Azure. Reksturinn á hugbúnaðinum verður einfaldari og ódýrari. Með WVD dregur þú úr kostnaði með því að nota leyfi sem mjög líklega eru nú þegar eru til staðar í þínu Microsoft umhverfi.

Advania býður heildstæða ráðgjöf og innleiðingar í Windows Virtual Desktop.

Hentar fyrirtækjum

  • Sem vilja mikinn sveigjanleika fyrir notendur sína
  • Sem vilja geta skalað tölvuumhverfið sitt á einfaldan og fljótlegan hátt
  • Sem vilja bjóða starfsfólki skilvirkt fjarvinnuumhverfi
  • Sem eru í tímabundnum verkefnum, t.d. með sértækum kerfum

Rekstraþjónusta í þremur áskriftarleiðum

Þarftu aðstoð við uppsetningu og rekstur á Microsoft 365? Advania býður rekstrarþjónustu fyrir viðskiptavini sem eru með áskrift í Microsoft 365. Innifalið í þjónustunni er grunnuppsetning á M365 gátt, umsýsla léna, notenda, leyfa ásamt fleiru. Advania verður stjórnstöðin í skýinu í samræmi við valda þjónustuleið.

Base

Fyrir aðila sem vilja hafa mikla stjórn á upplýsingatækniumhverfinu sínu en þó njóta aðstoðar sérfræðinga Advania inn á milli.

Standard

Fyrir aðila sem vilja útvista rekstri á völdum kerfishlutum. Leið sem hentar fyrirtækjum sem vilja verja minni tíma í grunnrekstur tækniumhverfis.

Premium

Fyrir aðila sem vilja eftirláta sérfræðingum Advania rekstur á upplýsingtækniumhverfinu og fá meiri tíma til sinna kjarnahæfni sinni.

OKKUR ÞÆTTI GAMAN AÐ HEYRA FRÁ ÞÉR

Spjöllum saman um Azure & infrastructure