Windows virtual desktop
Þessi þjónusta hentar vel fyrir fyrirtæki af hvaða stærðargráðu sem er sem vilja mikinn sveigjanleika fyrir notendur sína og þurfa að geta skalað tölvuumhverið sitt. Windows Virtual Desktop getur komið í staðinn fyrir tölvuver og hentar vel fyrir fjarvinnu og tímabundin verkefni. Notendur geta nálgast, með öruggum hætti, staðlað skjáborð og önnur forrit hvar sem er, í hvaða tæki sem er.
Það getur verið flókið og dýrt að setja upp sértækan hugbúnað á mörgum tækjum en í Windows Virtual Desktop er nóg að setja hann upp á einum stað, og dreifa svo til notenda með Azure. Reksturinn á hugbúnaðinum verður einfaldari og ódýrari. Með WVD dregur þú úr kostnaði með því að nota leyfi sem mjög líklega eru nú þegar eru til staðar í þínu Microsoft umhverfi.
Advania býður heildstæða ráðgjöf og innleiðingar í Windows Virtual Desktop.
Hentar fyrirtækjum
- Sem vilja mikinn sveigjanleika fyrir notendur sína
- Sem vilja geta skalað tölvuumhverfið sitt á einfaldan og fljótlegan hátt
- Sem vilja bjóða starfsfólki skilvirkt fjarvinnuumhverfi
- Sem eru í tímabundnum verkefnum, t.d. með sértækum kerfum