Aðstoð með krafti gervigreindar
Copilot fyrir Microsoft 365 er spennandi tól sem nýtir krafta gervigreindar til að hnýta saman máltækni og gagnabanka á gagnlegan hátt og efla mátt starfsfólks. Hægt er að nýta Copilot við ýmis dagleg verkefni; sjálfvirknivæða endurtekin verkefni, styðja við samvinnu og skapa efni. Copilot fyrir Microsoft 365 vinnur með hugbúnaði sem er almennt mikið nýttur við leik og störf; Word, Excel, Powerpoint, Outlook, Teams og fleiri. Hægt verður að aðlaga tólið að vinnustaðnum þannig hann nýtist öllum til að auka framleiðni og nýsköpun í þeirra starfi.
Lausnir sem gætu hjálpað til
Microsoft Syntex
Syntex er skjalavinnslulausn sem nýtir gervigreind og vélanám til þess að skilja, flokka og skipuleggja efni á sjálfvirkan hátt. Samþættist við SharePoint og er hannað til þess að vinna innan Microsoft 365 umhverfisins til þess að nýta skýjatengd úrræði og þjónustur fyrir úrvinnslu og stýringu gagna.
Microsoft Purview
Purview verndar gögn með því að finna, skipuleggja og vakta hvernig gögn fyrirtækisins eru notuð ásamt því að tryggja að þau séu örugg og reglum sé fylgt. Purview er skýjaþjónusta sem samþættist bæði gagnaveitum í skýinu og „á staðnum.“
Úttekt á stöðu umhverfis fyrir gervigreindarvegferð
AI Readiness audit er ferli þar sem lagt er mat á núverandi stöðu umhverfis hvað varðar innviði, hugbúnaðarleyfi og fleira til þess að tileinka sér og innleiða gervigreindartækni (AI) á sem áhrifaríkastan máta. Greindir eru ýmsir þættir eins og gagnagæði, gagnastýring, skipulagsmenning, umhverfishæfni og stefna. Að lokum er gefið út mat hver staðan fyrirtækis er og hvaða skref þarf að taka svo að hægt sé að draga úr hugsanlegum áhættum meðan nýting gervigreindavinnslu er hámörkuð
Fréttir af Microsoft lausnum
Námskeið framundan
Microsoft Copilot fyrir byrjendur – 30. janúar 2025
Nýtt námskeið fyrir öll sem hafa áhuga á að læra um Copilot 365 eða hyggjast nýta sér Copilot 365 við dagleg störf. Copilot getur hjálpað við að auka sjálfvirkni og framleiðni starfsmanna. Námskeiðið spannar þrjár klst og kostar 29.900 kr. m. vsk.
Skoða nánarSpjöllum saman
Viltu vita meira um Microsoft Copilot? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.