Netþjónar
Advania býður fjölbreytt úrval öflugra netþjóna frá heimsþekktum framleiðendum.
Lykilbirgi Advania á þessu sviði er Dell EMC en jafnframt bjóðum við lausnir frá HP, Lenovo, SuperMicro og Huawei.
Netþjónar eru oftast sérpantaðir til landsins af sérfræðingum okkar. Hægt er að sjá hluta af vöruúrvali okkar í vefverslun Advania.
Skráðu þig á póstlista
Við sendum reglulega út áhugaverðar fréttir og fróðleik um það nýjasta í tækniheiminum og spennandi tilboð.
Gagnastæður
Við bjóðum fjölbreyttar lausnir þegar kemur að hýsingu gagna fyrir tölvukerfi og vinnum með stærstu framleiðendum heims að því að tryggja íslenskum fyrirtækjum úrvals lausnir fyrir hýsingu gagna.
Lausnirnar okkar eru hraðvirkar og stuðla að tryggum og öruggum rekstri tölvukerfa þinna. Lykilbirgi Advania á þessu sviði er Dell EMC en jafnframt bjóðum við lausnir frá HP, IBM og Huawei.
Netbúnaður
Sérfræðingar Advania hafa áralanga reynslu af uppsetningu og rekstri netkerfa hjá fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Hjá okkur færð þú aðgang að hópi fagmanna sem er þér innan handar þegar kemur að ráðgjöf um val á búnaði, uppsetningu og öruggum rekstri.
Við erum vottaður samstarfsaðili Cisco og vinnum með öðrum leiðandi aðilum á þessum markaði. Innan okkar raða eru á annan tug sérfræðinga sem vinna að ráðgjöf og þjónustu við net- og aðgengislausnir viðskiptavina okkar.
Við erum í góðu samstarfi
Converged og HyperConverged
Framleiðendur bjóða í auknum mæli kerfi sem byggja á því að sameina netþjóna, gagnageymslur og netvirkni í lausnum sem er hannaðar, framleiddar og studdar af einum aðila. Converged og HyperConverged lausnir bjóða notendum einfalt og skilvirkt umsýslu- og rekstrarumhverfi.
Lykilatriði í þessum kerfum er einfaldleiki og öryggi, en jafnframt hröð og hagkvæm innleiðing þeirra í rekstri tæknikerfa. Advania er umboðs- og þjónustuaðili fyrir leiðandi aðila á þessum markaði og getum við boðið viðskiptavinum okkar lausnir frá aðilum eins og VCE, Dell EMC, Nutanix og Simplivity.
Fréttir af vélbúnaði
Tölum saman
Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.