Miðlægar lausnir

Ráðgjafar Advania á sviði miðlægra lausna hjálpa til við að byggja öruggan grunn undir tölvukerfi. Þeir hafa mikla reynslu af ráðgjöf um netþjóna, gagnastæður, netbúnað og afritunarlausnir.

Spjöllum saman
Við eigum lausnina fyrir þig
Hvort sem ætlunin er að keyra umhverfið alfarið á staðnum (On-Premise), að hluta til í skýinu eða hjá þjónustuaðila (hybrid), þá eigum við lausnina fyrir þig.
Netþjónar
Gagnageymslur
Converged og HyperConverged lausnir
Netbúnaður

Netþjónar

Advania býður fjölbreytt úrval öflugra netþjóna frá heimsþekktum framleiðendum.

Lykilbirgi Advania á þessu sviði er Dell EMC en jafnframt bjóðum við lausnir frá HPE, Lenovo, SuperMicro og Huawei.

Netþjónar eru oftast sérpantaðir til landsins af sérfræðingum okkar. Hægt er að sjá hluta af vöruúrvali okkar í vefverslun Advania.

Sjáðu úrvalið

Dell netþjónar - áreiðanleiki sem styrkir reksturinn þinn

Í nútíma viðskiptum er niðurtími einfaldlega ekki valkostur. Hver mínúta sem kerfin þín eru óvirk kostar tapaða framleiðni, tekjur og traust. Dell PowerEdge netþjónar eru hannaðir með áreiðanleika í DNA sínu – prófaðir og sannreyndir til að takast á við krefjandi, viðskiptalega mikilvægar vinnuálögur án truflana.

Með Dell PowerEdge færðu traustan grunn sem gerir þér kleift að einbeita þér að framtíðarsýn og stefnumótandi verkefnum í stað þess að glíma við óvænt vandamál. Þú færð hugarró, rekstrarlegt öryggi og sveigjanleika sem heldur fyrirtækinu þínu á fullum afköstum – dag eftir dag.

Dell PowerEdge – þar sem áreiðanleiki og afköst mætast til að knýja fram árangur.

öryggi og endurheimt sem þú getur treyst á

Veeam

Í stafrænum heimi þar sem gögn eru hjartað í rekstrinum er áreiðanleg gagnavernd lykilatriði. Veeam veitir fyrirtækjum sveigjanlegar og öruggar lausnir til afritunar, endurheimtar og gagnaverndar – hvort sem gögnin eru í skýinu, í gagnaveri eða á staðarneti.

Með Veeam færðu fulla stjórn á afritun og endurheimt, sem tryggir að gögnin þín séu alltaf aðgengileg, óháð óvæntum atvikum. Lausnirnar eru hannaðar til að lágmarka niðurtíma, hámarka rekstraröryggi og styðja við samfelldan rekstur.

Veeam – þar sem gagnavernd, sveigjanleiki og hugarró mætast.

Spjöllum saman
Viltu vita meira?

Skráðu þig á póstlista

Við sendum reglulega út áhugaverðar fréttir og fróðleik um það nýjasta í tækniheiminum og spennandi tilboð.

Gagnastæður

Við bjóðum fjölbreyttar lausnir þegar kemur að hýsingu gagna fyrir tölvukerfi og vinnum með stærstu framleiðendum heims að því að tryggja íslenskum fyrirtækjum úrvals lausnir fyrir hýsingu gagna.

Lausnirnar okkar eru hraðvirkar og stuðla að tryggum og öruggum rekstri tölvukerfa þinna. Lykilbirgi Advania á þessu sviði er Dell EMC en jafnframt bjóðum við lausnir frá HPE, IBM og Huawei.

Spjöllum saman

VMware lausnir

Við sérhæfum okkur í að veita VMware lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að hámarka afköst, auka öryggi og bæta sveigjanleika í rekstri.

Í dag snýst samkeppnishæfni um að geta brugðist hratt við breytingum. Fyrirtæki þurfa lausnir sem gera þeim kleift að þróast, vaxa og nýta nýja tækni án þess að fórna stöðugleika. VMware býður upp á hugbúnaðarlausnir sem gera þér kleift að samræma gagnaver, skýjaumhverfi og forrit í eina heildstæðan, öruggan og sveigjanlegan innviða.

Með VMware færðu frelsi til að nýta skýið á þínum forsendum, auka öryggi og draga úr rekstrarkostnaði. Lausnirnar eru hannaðar til að styðja við stafræna umbreytingu og veita þér stjórn á flóknum umhverfum – án þess að missa yfirsýn eða skilvirkni.

Spjöllum saman

Netbúnaður

Sérfræðingar Advania hafa áralanga reynslu af uppsetningu og rekstri netkerfa hjá fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Hjá okkur færð þú aðgang að hópi fagmanna sem er þér innan handar þegar kemur að ráðgjöf um val á búnaði, uppsetningu og öruggum rekstri.

Við erum vottaður samstarfsaðili Cisco og vinnum með öðrum leiðandi aðilum á þessum markaði. Innan okkar raða eru á annan tug sérfræðinga sem vinna að ráðgjöf og þjónustu við net- og aðgengislausnir viðskiptavina okkar.

Sjáðu úrvalið

Í góðu samstarfi

Converged og HyperConverged

Framleiðendur bjóða í auknum mæli kerfi sem byggja á því að sameina netþjóna, gagnageymslur og netvirkni í lausnum sem er hannaðar, framleiddar og studdar af einum aðila. Converged og HyperConverged lausnir bjóða notendum einfalt og skilvirkt umsýslu- og rekstrarumhverfi.

Lykilatriði í þessum kerfum er einfaldleiki og öryggi, en jafnframt hröð og hagkvæm innleiðing þeirra í rekstri tæknikerfa. Advania er umboðs- og þjónustuaðili fyrir leiðandi aðila á þessum markaði og getum við boðið viðskiptavinum okkar lausnir frá aðilum eins og VCE, Dell EMC, Nutanix og Simplivity.

Spjöllum saman

Við erum þínir sérfræðingar

Sölusérfræðingar Advania áratuga reynslu af ráðgjöf og sölu á miðlægum búnaði. Ekki hika við að hafa samband og fá ráðleggingar varðandi þínar áskoranir.

sölusérfræðingur
Valtýr Gíslason
Innviðalausnir Advania
sölusérfræðingur
Arnar Þór Kjærnested
Innviðalausnir Advania
ráðgjafi miðlægra lausna
Guðmundur Ólafur Birgisson
Innviðalausnir Advania

Fréttir af vélbúnaði

Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.