NIS2 og DORA

NIS2 og DORA reglugerðirnar auka mikilvægi öryggisstefnu í rekstri fyrirtækja. Þær krefjast öflugri varna gegn netógnum og leggja aukna ábyrgð á stjórnendur. Með hlítingu við þessar kröfur vernda fyrirtæki gögn sín og viðhalda trausti viðskiptavina. Advania býður upp á þjónustu sérfræðinga á öllum sviðum netöryggis sem geta styrkt stafræna innviði fyrirtækja og aukið viðnámsþrótt þeirra.

Spjöllum saman
Vertu í öruggum höndum

Tölum saman um öryggismál

Réttu sérfræðingarnir
Hjá Advania starfa sérfræðingar í NIS2 og DORA sem geta veitt ráðgjöf í netöryggi og rekstri tölvukerfa með tilliti til hlítinga á viðeigandi stöðlum.
Öryggislausnir í fremstu röð
Advania hefur breitt framboð af vörum og þjónustum til þess að koma þínum netvörnum á réttan stall.
Áreiðanleiki og traust
Þegar öllu er á botninn hvolft er stöðugur rekstur tölvukerfa stærsta öryggismálið.

Auknar kröfur og ábyrgð

NIS2 og DORA reglugerðirnar breyta landslagi netöryggis verulega með auknum kröfum á fyrirtæki. Æðstu stjórnendur þurfa að taka á sig aukna ábyrgð og netöryggi verður óhjákvæmilega stærri hluti af daglegum rekstri og ákvörðunartöku fyrirtækja.

Spjöllum saman

Strangari staðlar og skráningar

Báðar reglugerðirnar byggja á bestu venjum úr stöðlum eins og ISO27001, en ganga umtalsvert lengra í kröfum um öryggi og skráningu. Þetta kallar á markvissari og formlegri nálgun á netöryggi með skýrari verkferlum og ábyrgðarsviðum.

NIS2 og DORA – Mismunandi áherslur reglugerðanna

NIS2 styrkir netöryggi innviða í Evrópu með áherslu á samvinnu milli ríkja, stofnana og fyrirtækja, á meðan DORA einblínir sérstaklega á fjármálageirann með ítarlegum kröfum um varnir og viðbrögð við árásum sem fyrirtæki innan þess geira þurfa að hlíta.

Hvað er nýtt í NIS2?

NIS2 kynnir umtalsverðar breytingar frá fyrri reglugerð. Fjöldi atvinnugreina undir reglugerðinni hefur tvöfaldast og skilgreiningar á mikilvægum fyrirtækjum hafa verið víkkaðar. Ráðstafanir fyrir áhættustýringu eru ítarlegri, ábyrgð æðstu stjórnenda aukin og tilkynningar um öryggisatvik eru með skýrari tímamörkum.

Reglugerðin innleiðir einnig sameiginlega ESB-skrá fyrir fyrirtæki sem starfa yfir landamæri, krefst Whois-gagnagrunns fyrir lénaöryggi og kemur á samræmdri birtingu öryggisveikleika. Þetta skapar sterkari ramma fyrir eftirlit og netöryggisvernd í Evrópu.

Viltu bæta öryggi á þínum vinnustað?

Mikilvægt er að stjórnendur og þau sem taka ákvarðanir á vinnustöðum, séu vel upplýst um forvarnir og viðbrögð við ógnum sem steðja að vinnustöðum þeirra. Sérfræðingar okkar í öryggismálum eru til þjónustu reiðubúin að fara yfir þín öryggismál.

Spjöllum saman

Samkeppnisforskot og áhættustýring

Fyrirtæki sem hlíta reglugerðunum snemma geta öðlast umtalsvert samkeppnisforskot með auknu trausti viðskiptavina og betri rekstrarsamfellu. Á sama tíma geta netárásir valdið alvarlegu tjóni á orðspori fyrirtækja, skaðað viðskiptavild og leitt til fjárhagslegs taps.

Spjöllum saman

Mikilvægi sérfræðiþekkingar

Aðgangur að réttum samstarfsaðila er grundvallaratriði til að styrkja stafræna innviði og auka viðnámsþrótt fyrirtækja í síbreytilegu netöryggisumhverfi. Advania býður upp á víðtæka sérfræðiþjónustu á öllum sviðum netöryggis, frá vörnum og vitundarvakningu til neyðaráætlana og viðbragðs við árásum.

Advania býður upp á fjölbreyttar lausnir sem auðvelda fyrirtækjum að hlíta NIS2 og DORA reglugerðunum. Með öflugum teymi sérfræðinga í netöryggi hjálpum við þér að innleiða nauðsynlegar öryggisráðstafanir, styrkja stafræna innviði og auka viðnámsþrótt fyrirtækisins gagnvart netógnum. Okkar þekking og reynsla auðveldar þér að uppfylla kröfur nýrra reglugerða á skilvirkan hátt.

Greinar um öryggi

Verkada One var nú haldin í fyrsta skipti í London þann 25. mars 2025 og vakti mikla lukku meðal sérfræðinga og viðskiptavina í öryggismálum.
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur tekið næsta skref í sínum netöryggismálum með innleiðingu Skjaldar, öryggisvöktunarþjónustu Advania. Með þessari lausn tryggir sveitarfélagið stöðuga vöktun og skjót viðbrögð við netógnum allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Advania hefur verið samstarfsaðili Héðins á þeirra stafrænu vegferð og meðal annars aðstoðað með netöryggi, sjálfvirknivæðingu ferla, betrumbætur á flæði og fleira.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um öryggismál? Sendu okkur fyrirspurn.