Samþættingar og ferlalausnir

Spjöllum saman

SAMÞÆTTINGAR ERU STÓR ÞÁTTUR Í STAFRÆNIVÆÐINGU

Rekstrarhagkvæmni og aukin framleiðni

Við erum sérfræðingarnir

Mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum hér á landi treysta á samþættingarlausnir Advania til að auka skilvirkni. Með sjálfvirkum flutningi gagna og samnýtingu þeirra sparar þú tíma og fækkar innsláttarvillum.

Aukin sjálfvirkni

Einn helsti kostur samþættingarlausna er að þær einfalda flutning gagna milli ólíkra kerfa, óháð framleiðanda. Í mörgum tilfellum geta samþættingarlausnir útrýmt handvirkum skrefum í flutningi gagna. Með aukinni sjálfvirkni í samnýtingu gagna minnkar þú líkur á skráningarvillum og skapar meiri tíma fyrir önnur verkefni.

Áralöng reynsla af samþættingarlausnum

Við veitum fyrirtækjum ráðgjöf um val lausna, arkitektúr og stefnumótun, sjáum um innleiðingu búnaðar og ferla, og getum einnig séð um vöktun og rekstur kerfanna.

Hugsað í ferlum, ekki kerfum

Upplýsingakerfi eru gjarnan hugsuð út frá kerfum þar sem eitt kerfi þjónar bókhaldi, annað sölu og svo framvegis. Í mörgum tilfellum má vera að þessi kerfi séu ekki hönnuð af sama framleiðanda og það þýðir að samnýting gagna getur reynst vandasamt verkefni.

Á undanförnum árum hefur þróast önnur nálgun á upplýsingavinnsluna þar sem sjónarhornið er á verkferlana (e. Business Process), og þar hafa samþættingarlausnir komið sterkar inn.

Spjöllum saman
Framtíðin liggur í samþættingum

Vel valdar samþættinga- og ferlalausnir í boði hjá Advania

webMethods

Software AG er leiðandi fyrirtæki á sviði samþættinga og hefur þróað hugbúnað sem kallast webMethods. Mörg af stæstu fyrirtækjum landsins nota webMethods.

Sjá nánar

Mulesoft

Mulesoft er einnig leiðandi á markaði samþættingar-lausna og nýverið keypti Salesforce fyrirtækið. Advania er endursöluaðili beggja hugbúnaðarlausna á Íslandi.

Sjá nánar

Microsoft Azure

Azure Integration Services frá Microsoft er samsafn af þjónustum ætluðum til samþættinga. Advania sérhæfir sig einnig í slíkum Azure samþættingum.

Sjá nánar

API Management

API management er orðin mjög nauðsynleg stórum fyrirtækjum sem þurfa að geta monitorað og stýrt API málum. Software AG, Mulesoft og Microsoft bjóða öll upp á slík tól.

Sjá nánar
Samþættingar og ferlar

Í ljósi sjálfvirknivæðingar

Sjálfvirknivæðing í fyrirtækjum um allan heim hefur verið að stóraukast. Fyrirtæki í öllum greinum hafa séð gríðarleg tækifæri til að ná fram hagræðingu með því að nýta hugbúnað til að sjálfvirknivæða ferla. Kostur sjálfvirknivæðingar er að reka má ferla hratt og örugglega án þess að mistök verði á leiðinni. Á einfaldan hátt má tryggja hagræðingu og þannig auka framleiðni á hvern starfsmann. Jafnt stór og smá fyrirtæki geta nýtt sér sjálfvirknivæðingu á einfaldan hátt.

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.