Afgreiðslu- og verslunarlausnir

Skjót og örugg afgreiðsla er lykilþáttur í þjónustu við viðskiptavini og við eigum lausnina sem hentar þér og þínu fyrirtæki. Advania býður upp á snjalltækjalausnir, kassakerfi, heildstæðar verslunar- og veitingalausnir, sjálfsafgreiðslulausnir og ýmislegt annað sem eykur gæði þjónustu.

Afgreiðslulausnir

Margar af stærstu verslunarkeðjum landsins treysta á heildstæðar verslunar- og afgreiðslulausnir Advania sem ná til allra þátta verslunar- og veitingareksturs, allt frá afgreiðslu- og birgðahaldi yfir í vildarkerfi og skýrslugerð.

 • Vandaðaður afgreiðslubúnaður  og kassakerfi frá NCR
 • Öflugar hugbúnaðarlausnir frá LS Retail og Advania
 • Lausnirnar geta tengst ýmsum viðskipta- og bókhaldskerfum

Lausnin hentar verslunun af öllum toga, veitingastöðum, bensínstöðvum o.fl.

Snjallar lausnir

Stundum eru einföldustu lausnirnar þær sem henta best og við eigum liprar lausnir sem tryggja viðskiptavinum þínum skjóta afgreiðslu með notkun snjalltækja.

 • Öflugt afgreiðslukerfi sem tryggir góða þjónustu í færri skrefum
 • Skýrt notendaviðmót sem notendur eru fljótir að tileinka sér
 • Hægt að afgreiða viðskiptavini hvar og hvenær sem er

Lausnin hentar minni og meðalstórum verslunum, veitingastöðum, íþróttavöllum, matsöluvögnum o.fl.

Sjálfsafgreiðslulausnir

Við bjóðum upp á fjölbreyttar tegundir sjálfsafgreiðslulausna sem auka skilvirkni í afgreiðsluferlinu og bæta upplifun viðskiptavina.

Lausnirnar okkar hjálpa þér að draga úr myndun raða með því að gera viðskiptavinum kleift að velja vörur og greiða fyrir þær án aðkomu starfsfólks. Fjölbreytt úrval lausna í boði.

Lausnin hentar veitingastöðum, ferðaþjónustuaðilum, verslunum, kvikmyndahúsum o.fl.

Cata - vörulistaapp

Vörulista-appið Cata er iPad spjaldtölvulausn sem auðveldar sölumönnum vinnu sína, við sölu og pöntunum á vefnum. Vörulistinn er vistaður í spjaldtölvunni og sölumaðurinn getur á einfaldan hátt flett í gegnum hann og sýnt viðskiptavinum  vörurnar ásamt vörulýsingum og sent pantanir úr appinu

Hillumiðar

Rafrænir hilllumiðar spara þér tíma og gera verðmerkingar enn áreiðanlegri. Miðarnir tengjast viðskiptakerfinu þínu þráðlaust og þar af leiðandi er ekkert mál að uppfæra vöruverð.

Handtölvur

Við eigum fjölbreytt úrval af handtölvum og hugbúnaði sem er sniðinn að þörfum sölufólks og aðila sem starfa í vöruhúsum og heildsölum. Við aðstoðum þig við að finna rétta tækið.

Happy or Not

Ánægjumælingatól sem hjálpar þér að greina sveiflur í þjónustu niður á hvern klukkutíma dagsins. Engar snúrur, enginn hugbúnaður og ekkert umstang, bara einföld yfirsýn á ánægju viðskiptavina.

Reynsla og þekking sem skilar árangri

Advania hefur áralanga reynslu á sviði afgreiðslulausna sem henta smáum sem stórum fyrirtækjum í verslunar- og veitingarekstri. Advania vinnur með mörgum af fremstu framleiðendum heims á sviði afgreiðslulausna og býður upp á lausnir sem henta smáum sem stórum fyrirtækjum í verslunar- og veitingarekstri. 

Starfsmenn Advania hafa áralanga reynslu af þjónustu við afgreiðslulausnir og eru reiðubúnir að veita fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum heildstæða þjónustu þegar kemur að rekstri afgreiðslulausna.

Vélbúnaðurinn

Hjá okkur færðu afgreiðslustöðvar, kassakerfi, kvittanaprentara, strikamerkjalesara, peningaskúffur, límmiðaprentara og snertiskjái frá mörgum af stærstu og virtustu framleiðendum heims:

 • NCR
 • EPSON
 • Zebra
 • Datalogic
 • Newland
 • International Cash Drawer
 • Intermec
 • ELO Touch

Hugbúnaðurinn

Hvort sem þú rekur verslun eða veitingastað, ert með umfangsmikinn rekstur eða eina verslun, þá er Advania með rétta lausn fyrir þig.  
 
 • LS One – Sjálfstætt afgreiðslukerfi frá LS Retail sem hentar jafnt veitingastöðum og verslunum
 • LS NAV – Sambyggt afgreiðslu og fjárhagskerfi frá LS Retail sem uppfyllir allar þarfir verslana og veitingastaða
 • NCR RPOS – Heildstætt afgreiðslu- og verslunarkerfi sem hannað er með þarfir bensínstöðva og matvöruverslana að leiðarljósi

Nánari upplýsingar um afgreiðslu- og verslunarlausnir 

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan