Á myndinni er Högni Hallgrímsson sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Advania.

Fréttir, businesscentral.advania.is - 1.6.2023 11:21:34

Advania Diamond partner LS Retail 2023

Advania hlaut viðurkenningu sem LS Retail Diamond partner 2023 fyrir framúrskarandi árangur sem samstarfsaðili LS Retail nú á dögunum.

Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur samstarfsaðili nær þessum árangri og hlýtur þessa nafnbót. Verðlaunin voru afhent á árlegri ráðstefnu LS Retail, sem að þessu sinni var haldin í Aþenu í Grikklandi.

Advania er stærsti sölu- og þjónustuaðili LS Retail á Íslandi og leika vörur LS Retail lykilhlutverki í lausnum Advania fyrir verslunargeirann. Advania býður upp á heildarlausnir fyrir stórar sem smáar verslanir. Hvort heldur sem um er að ræða einfalt afgreiðslukerfi, vefverslanir, sjálfsafgreiðslu eða stjórnun innkaupa svo eitthvað sé nefnt.

,,Þessi viðurkenning er staðfesting á hæfileikum og drifkrafti sérfræðinga okkar. Hún hvetur okkur til þess að halda áfram að veita framúrskarandi þjónustu, " sagði Sigríður Sía Þórðardóttir, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.