Á myndinni er Högni Hallgrímsson sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Advania.

01.06.2023

Advania Diamond partner LS Retail 2023

Advania hlaut viðurkenningu sem LS Retail Diamond partner 2023 fyrir framúrskarandi árangur sem samstarfsaðili LS Retail nú á dögunum.

Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur samstarfsaðili nær þessum árangri og hlýtur þessa nafnbót. Verðlaunin voru afhent á árlegri ráðstefnu LS Retail, sem að þessu sinni var haldin í Aþenu í Grikklandi.

Advania er stærsti sölu- og þjónustuaðili LS Retail á Íslandi og leika vörur LS Retail lykilhlutverki í lausnum Advania fyrir verslunargeirann. Advania býður upp á heildarlausnir fyrir stórar sem smáar verslanir. Hvort heldur sem um er að ræða einfalt afgreiðslukerfi, vefverslanir, sjálfsafgreiðslu eða stjórnun innkaupa svo eitthvað sé nefnt.

,,Þessi viðurkenning er staðfesting á hæfileikum og drifkrafti sérfræðinga okkar. Hún hvetur okkur til þess að halda áfram að veita framúrskarandi þjónustu, " sagði Sigríður Sía Þórðardóttir, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania.

Fleiri fréttir

Fréttir
21.01.2025
Liva er ný bókunarlausn frá Advania sem kynnt var til leiks í ferðaþjónustuvikunni 2025. Ágúst Elvarsson rekstarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf hefur tekið þátt í þróuninni á Liva frá upphafi. Með því að taka Liva í notkun getur hann skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari og þyngri kerfum.
Fréttir
15.01.2025
Í dag fer fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni á ári hverju.  Af þessu tilefni taka Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna höndum saman og standa fyrir Advania LIVE beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.
Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.