Á myndinni er Högni Hallgrímsson sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Advania.

Fréttir - 01.06.2023

Advania Diamond partner LS Retail 2023

Advania hlaut viðurkenningu sem LS Retail Diamond partner 2023 fyrir framúrskarandi árangur sem samstarfsaðili LS Retail nú á dögunum.

Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur samstarfsaðili nær þessum árangri og hlýtur þessa nafnbót. Verðlaunin voru afhent á árlegri ráðstefnu LS Retail, sem að þessu sinni var haldin í Aþenu í Grikklandi.

Advania er stærsti sölu- og þjónustuaðili LS Retail á Íslandi og leika vörur LS Retail lykilhlutverki í lausnum Advania fyrir verslunargeirann. Advania býður upp á heildarlausnir fyrir stórar sem smáar verslanir. Hvort heldur sem um er að ræða einfalt afgreiðslukerfi, vefverslanir, sjálfsafgreiðslu eða stjórnun innkaupa svo eitthvað sé nefnt.

,,Þessi viðurkenning er staðfesting á hæfileikum og drifkrafti sérfræðinga okkar. Hún hvetur okkur til þess að halda áfram að veita framúrskarandi þjónustu, " sagði Sigríður Sía Þórðardóttir, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
20.05.2025
Það var líf og fjör í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni þegar boðað var til morgunverðarfundar í samstarfi við skjáframleiðandann iiyama.
Fréttir
14.05.2025
Advania heldur úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Nýsköpunarvikunni, Innovation Week, í dag. Advania LIVE upptökuverið verður í þetta skiptið í bíl fyrir utan Kolaportið, þar sem aðalsvið Iceland Innovation Week er í ár.
Fréttir
14.05.2025
Íslendingar létu ekki framhjá sér fara tækifæri til að læra af gervigreindarsérfræðingum þrátt fyrir sólríka daga í Reykjavík.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.