Á myndinni er Högni Hallgrímsson sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Advania.

Fréttir, businesscentral.advania.is - 1.6.2023 11:21:34

Advania Diamond partner LS Retail 2023

Advania hlaut viðurkenningu sem LS Retail Diamond partner 2023 fyrir framúrskarandi árangur sem samstarfsaðili LS Retail nú á dögunum.

Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur samstarfsaðili nær þessum árangri og hlýtur þessa nafnbót. Verðlaunin voru afhent á árlegri ráðstefnu LS Retail, sem að þessu sinni var haldin í Aþenu í Grikklandi.

Advania er stærsti sölu- og þjónustuaðili LS Retail á Íslandi og leika vörur LS Retail lykilhlutverki í lausnum Advania fyrir verslunargeirann. Advania býður upp á heildarlausnir fyrir stórar sem smáar verslanir. Hvort heldur sem um er að ræða einfalt afgreiðslukerfi, vefverslanir, sjálfsafgreiðslu eða stjórnun innkaupa svo eitthvað sé nefnt.

,,Þessi viðurkenning er staðfesting á hæfileikum og drifkrafti sérfræðinga okkar. Hún hvetur okkur til þess að halda áfram að veita framúrskarandi þjónustu, " sagði Sigríður Sía Þórðardóttir, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania.

Fleiri fréttir

Fréttir
28.11.2025
Guðmundur Arnar Sigmundsson netöryggis- og gagnaþróunarstjóri Advania ræddi netsvik í tengslum við afsláttardaga, í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í gær.
Blogg
18.11.2025
Í heimi upplýsingatækni er VMware lykiltækni fyrir fyrirtæki sem vilja hámarka sveigjanleika, öryggi og afköst í innviðum sínum. Advania hefur fest sig í sessi sem einn af fremstu VMware samstarfsaðilum á Norðurlöndum. Það er ekki tilviljun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.