Netöryggisþjónusta sem verndar vinnustaði gegn netógnum í rauntíma allan sólarhringinn, alla daga ársins. Skjöldur er hagkvæm þjónusta sem inniheldur varnir, vöktun og viðbragð.

Spjöllum saman

Skjöldur SOC

Öryggisþjónustan Skjöldur verndar fyrirtæki gegn ógnum í rauntíma allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Skjöldur er lausn sem hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Advania vaktar umhverfi þitt og býður upp á sólarhringsþjónustu með sérfræðinga í öryggislausnum sem bakland.

Ef upp kemur öryggisatvik eru tilkynningar sendar til sérfræðingateymis hjá Advania, sem bregðast við öryggisfrávikum og grípa til viðeigandi aðgerða til að koma í veg fyrir frekari skaða.

Vörn

Skjöldur býður öflugar varnir frá Microsoft ásamt öðrum vel völdum lausnum - viðskiptavinir Skjaldar eru að nýta núverandi Microsoft leyfin sín til fulls.

Vöktun

Stöðugt eftirlit með umhverfinu þínu, til að greina möguleg öryggisatvik tafarlaust - vaktar bæði innri og ytri öryggisógnir.

Viðbragð

Sjálfvirkar aðgerðir til að stytta viðbragðstíma og lágmarka mögulegan skaða - ásamt viðbragði frá sérfræðingum sem leysa málið til enda.

Skjöldur fylgist með innri og ytri öryggisógnum

Um leið og hraðar framfarir í tækni hjálpa vinnustöðum að auka skilvirkni og opna ný tækifæri, þá verður upplýsingatækni sífelt mikilvægari í atvinnulífinu. Tölvuþrjótar nýta sér þetta með því að fylgjast vel með nýjustu tækni og finna veikleika í henni til að herja á vinnustaði. Þetta krefst þess að mikil áhersla þarf að vera á öryggi í upplýsingakerfum og virkar netvarnir sem taka á nýjustu ógnunum. Skjöldur er þjónusta sem einblínir á verja og vakta upplýsingakerfi og að veita skjótt viðbragð við ógnum þegar þær finnast.

Skjöldur greinir sjálfkrafa öryggisatvik og tilkynnir til netöryggisséfræðinga Advania sem bregðast við ógnum á viðeigandi hátt. Þannig léttum við þér lífið og aukum öryggi upplýsingakerfa og gagna á þínum vinnustað.

Tölum saman um Skjöld

Alhliða vöktun í stafrænum heimum

Til staðar fyrir þig
Við erum til staðar fyrir þig ef þú lendir í netárás eða öryggisatviki.
Allt á einum stað
Öryggisvöktun fyrir vinnutölvur, IoT tæki, netþjóna, tölvupóstinn o.fl.
Viðbragðsþjónusta innifalin
Vandamálin eru ekki send áfram til þín heldur leysum við málin til enda með viðbragðsþjónustu sem er innifalin.
Skýrsla um umhverfið þitt
Þú færð skýrslu um stöðuna á umhverfinu þínu í hverjum mánuði, ásamt ítarlegri öryggisúttekt á hverju ári.
Skjaldarteymið til taks
Skjöldur er teymi netöryggissérfræðinga sem þróa lausnina í takt við hraðar tæknibreytingar og ógnir á netinu.

Upplýsingagjöf

Skjöldur inniheldur auðskiljanlega skýrslu sem veitir dýrmæta innsýn í öryggi fyrirtækisins. Skýrslan sýnir fjölda atvika sem voru greind, ásamt því að tilgreina hversu mörg kröfðust dýpri rannsóknar og jafnvel viðbragðs. Skýrslan gefur innsýn í fjölda raunverulegra ógna sem fundust og komið var í veg fyrir að myndu valda vinnustað þínum skaða.

Skýrslan getur einnig verið góður grundvöllur til að ræða um áframhaldandi öryggisbætur á UT umhverfi vinnustaða.

Fréttir af netöryggi

Töluverð umræða skapaðist um öryggi gagna eftir fjölmiðlaumfjöllun um sæstreng sem slitnaði á milli Svíþjóðar og Litháen og skemmdir á öðrum sæstreng, á milli Finnlands og Þýskalands. Hafsteinn Guðmundsson framkvæmdastjóri Rekstrarlausna Advania ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Nú fer að líða að stærstu netverslunardögum ársins – Singles Day, Black Friday, Cyber Monday – ásamt almennri aukningu á kaupum á netinu í aðdraganda hátíðanna. Því miður, þá er þessi tími einnig háanna tími fyrir netsvik og þarf því að hafa varann á.
Október er kominn og það þýðir að Öryggisoktóber er í fullum gangi. Þetta er tækifæri til að huga að öryggi okkar á netinu, sérstaklega fyrir eldri borgara. Tæknin getur verið ógnvænleg fyrir þennan hóp, þar sem margir telja að þeir séu öruggir þegar þeir fá beiðnir frá bönkum eða öðrum stofnunum. En eins og við vitum, þá er ekki allt sem sýnist. Hér eru nokkur einföld ráð til að hjálpa þér að verja þig gegn netglæpum.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um Skjöld? Sendu okkur fyrirspurn.