Skjöldur SOC
Öryggisþjónustan Skjöldur verndar fyrirtæki gegn ógnum í rauntíma allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Skjöldur er lausn sem hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Advania vaktar umhverfi þitt og býður upp á sólarhringsþjónustu með sérfræðinga í öryggislausnum sem bakland.
Ef upp kemur öryggisatvik eru tilkynningar sendar til sérfræðingateymis hjá Advania, sem bregðast við öryggisfrávikum og grípa til viðeigandi aðgerða til að koma í veg fyrir frekari skaða.