Spjallmenni

Spjallmenni (e. chatbot) er sjálfvirkt netspjall sem veitir viðskiptavinum fyrirtækja aðstoð án nokkurra tafa.
Þau nýta gervigreind til að veita hjálparhönd og standa vaktina allan sólahringinn.

Spjöllum saman
spjallmenni geta bætt þjónustu

Góð samskipti hafa margt að segja um góða þjónustu

Til þjónustu reiðubúið

Spjallmenni er þróaðri útgáfa af því sem oft er kallað Chatbot á ensku. Lausnin nýtir tækni sem nefnist samræðugreind (e. conversational AI) til að halda uppi eðlilegu samtali við viðskiptavini og skilja þarfir þeirra.

Liðsauki þegar á reynir

Spjallmennið fer aldrei heim og veitir sömu góðu þjónustuna allan sólarhringinn. Það getur sinnt ótakmörkuðum fjölda viðskiptavina á sama tíma. Þetta kemur sér sérstaklega vel á meðan tímabundnum álagssveiflum stendur.

Samræmd svör

Spjallmennið tryggir gæði í þjónustu með samræmi í svörun. Þegar spjallmennalausn Boost.ai er nýtt í þjónustuveri, er tryggt að svörun sé ávallt stöðluð. Spjallmennið svarar fyrirspurnum eftir fyrirfram skrifuðu handriti.

Boost.ai

Spjallmennalausnin frá boost.ai er einföld leið til að þróa rafrænan aðstoðarmann sem getur veitt upplýsingar og ýmsa aðstoð í gegnum textaspjall.

Spjallmennin frá þessu skandinavíska fyrirtæki eru hönnuð til að veita viðskiptavinum mannlega upplifun með eðlilegu flæði í samtölum.

Lausnin býður upp á samþættingu við núverandi samskiptatól fyrirtækja eða samskiptatól frá boost.ai.

Spjöllum um spjall

Þetta þarf ekki að vera flókið

Einfalt

Boost.ai er einföld og skalanleg lausn. Með góðu og einföldu notendaviðmóti er auðvelt að skala Boost.ai þannig spjallmennið geti svarað fleiri spurningum. Forritunarkunnátta er ekki nauðsynleg til þess að sinna daglegum rekstri.

Á íslensku

Boost.ai er leiðandi í máltækni og er eina spjallmennalausnin sem hefur verið sérstaklega gerð til að skilja íslensku.

Reynsla

Komin er reynsla af innleiðingu á íslenskum spjallmennum í samstarfi við gervigreindarsérfræðinga Advania. Advania sem samstarfsaðili sér til þess að samskiptin verði auðveld og þjónustan góð.

Eigum við að setjast niður?

Bókaðu frían ráðgjafafund

Spjöllum saman

Þú ert í góðum félagsskap

Fréttir af spjallmennum

Það er áhugavert að fylgjast með fólki nota spjallmenni og sjá hvort reynslan standist væntingar. Samtölin ganga sum mjög vel og sum mjög illa. Flest falla einhvers staðar þarna á milli, en það eru þessi jaðartilfelli sem eru minnisstæðust.
Flugfélagið Play hefur innleitt spjallmennið Playfin til aðstoða viðskiptavini á netinu allan sólarhringinn. Spjallmennið býr yfir gervigreind og verður í stöðugri þróun. Stefnt er að því að með tímanum geti spjallmennið aðstoðað fólk við bókanir.
Spjallmenni með gervigreind hafa reynst opinberum stofnunum öflug leið til að bæta þjónustu sína. Spjallmennin starfa sem stafrænir aðstoðarmenn og geta veitt fólki upplýsingar og ýmsa aðstoð með netspjalli.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um hvað spjallmenni geta gert? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.