Góð samskipti hafa margt að segja um góða þjónustu
Til þjónustu reiðubúið
Spjallmenni er þróaðri útgáfa af því sem oft er kallað Chatbot á ensku. Lausnin nýtir tækni sem nefnist samræðugreind (e. conversational AI) til að halda uppi eðlilegu samtali við viðskiptavini og skilja þarfir þeirra.
Liðsauki þegar á reynir
Spjallmennið fer aldrei heim og veitir sömu góðu þjónustuna allan sólarhringinn. Það getur sinnt ótakmörkuðum fjölda viðskiptavina á sama tíma. Þetta kemur sér sérstaklega vel á meðan tímabundnum álagssveiflum stendur.
Samræmd svör
Spjallmennið tryggir gæði í þjónustu með samræmi í svörun. Þegar spjallmennalausn Boost.ai er nýtt í þjónustuveri, er tryggt að svörun sé ávallt stöðluð. Spjallmennið svarar fyrirspurnum eftir fyrirfram skrifuðu handriti.