O365 kennsla
Advania býður upp á greinargóð og öflug námskeið í O365. Allt frá hefðbundnum grunnnámskeiðum til sérfræðinámskeiða um einstaka forrit.
Kennsla á allt sem viðkemur Office 365
Námskeiðin ná yfir allt frá OneDrive, Outlook og Excel til Teams og samþættingar.
Allt fyrir byrjendur jafnt sem sérfræðinga
Mikil breidd eru á úrvali námskeiða og lítið mál að finna námskeið við allra hæfi.
Kennslan getur verið hjá þér
Með því að kenna námskeiðin hjá viðskiptavinum okkar, tekst okkur að hjálpa til við að halda fjarvistum starfsmanna í lágmarki.
Vel búin kennslustofa eða fjarnám
Við bjóðum upp á frábæra aðstöðu í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni en einnig er boðið upp á rafrænt fjarnám.
Góður kennari, það var ekki erfitt að skilja eða fylgja honum eftir í námsefninu.
Starfsmaður Olís
Flott námskeið, halda áfram á þessari braut, góður kennari.
Starfsmaður Olís
Mjög fínt grunnnámskeið í OneDrive/Outlook.
Starfsmaður MVS
Dæmi um O365 námskeið
Outlook 2016 - Grunnur.
Námskeiðið hentar vel:
Námskeiðið er ætlað þeim er vilja tileinka sér „Outlook 2016“ og þekkja helstu aðgerðir þess.
Lengd námskeiðs:
2 einingar – 1 klukkustund
Inntökuskilyrði:
Almenn tölvuþekking.
Vélbúnaður:
Kennt hjá viðskiptavinum og á þeirra vélbúnaði.
Að loknu námskeiði:
Að námskeiði loknu eiga nemendur að þekkja helstu hugtök, aðgerðir, deilt efni og hvað „Outlook“ getur boðið uppá.
„Outlook“ er stutt, en hnitmiðað námskeið þar sem farið er yfir alla helstu þætti kerfisins. Farið er vel yfir virkni kerfisins, uppsetningu og þær stillingar sem þar er að finna. Um grunnnámskeið er að ræða og því ekki gerð krafa um neina reynslu af notkun „Outlook“.
Námskeiðið byggir mikið á verkefnum ásamt stuttum fyrirlestrum.
Farið er yfir eftirfarandi atriði á námskeiðinu:
- Helstu aðgerðir og hvar þær er að finna.
- Sýn (e. view) og önnur uppröðun.
- Undirskrift og sjálfvirk skilaboð (e. signature & automatic reply)
- Notkun og uppsetning á flýtileiðum (e. quick steps)
- Tímastjórnun með Outlook 2016
- Verkefni (e. tasks & to-do)
- Uppsetning og skilgreining á reglum (e. rules) og flokkum (e. categories)
- Dagatal (e. calendar)
- Samtengin búnaðar og O365 vefgátt – Innskráning.
- Geymsla á efni - vista í „OneDrive“.
.
OneDrive for business - Grunnur.
Lengd námskeiðs:
2 einingar – 1 klukkustund.
Námskeiðið hentar vel:
Námskeiðið er ætlað þeim er vilja tileinka sér „OneDrive for business“ og þekkja helstu aðgerðir þess hvort sem er frá tölvu viðkomandi eða í gegnum vefgátt.
Inntökuskilyrði:
Almenn tölvuþekking.
Vélbúnaður:
Kennt hjá viðskiptavinum og á þeirra vélbúnaði.
Að loknu námskeiði:
Að námskeiði loknu eiga nemendur að þekkja helstu hugtök, aðgerðir, deilt efni og hvað „OneDrive 4B“ getur boðið uppá.
„OneDrive for business“ er stutt, en hnitmiðað námskeið þar sem farið er yfir alla helstu þætti þess. Farið er vel yfir virkni kerfisins, uppsetningu og þær stillingar sem þar er að finna. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur hafi neina reynslu af notkun „OneDrive“ umfram almenna tölvuþekkingu.
Námskeiðið byggir mikið á verkefnum ásamt stuttum fyrirlestrum.
Farið er yfir eftirfarandi atriði á námskeiðinu:
- „OneDrive for business“ – Hvað er það?
- Helstu aðgerðir og hvar þær er að finna.
- Vefaðgangur, skjástjóri (e. file manager) og sjálfvirkar uppfærslur.
- Vinnsla og stofnun skjala á vefnum s.s. „Word“, „Excel“, „OneNote“ (Ekki er farið í umræddar afurðir heldur bent á samvirkni kerfa).
- Sækja efni og vista í „OneDrive“.
- Deiling á gögnum og svæðum.
- Endurheimt og skjalastýring (e. version number).
OneNote 2016 - Grunnur.
Námskeiðið hentar vel:
Námskeiðið er ætlað þeim er vilja tileinka sér „OneNote 2016“ og þekkja helstu aðgerðir þess.
Lengd námskeiðs:
2 einingar – 1 klukkustund.
Inntökuskilyrði:
Almenn tölvuþekking.
Vélbúnaður:
Kennt hjá viðskiptavinum og á þeirra vélbúnaði.
Að loknu námskeiði:
Að námskeiði loknu eiga nemendur að þekkja helstu hugtök, aðgerðir, ásamt virkni og hvað „OneNote“ getur boðið uppá
„OneNote“ er stutt, en hnitmiðað námskeið þar sem farið er yfir alla helstu þætti kerfisins. Farið er vel yfir virkni kerfisins, uppsetningu og þær stillingar sem þar er að finna. Um grunnnámskeið er að ræða og því ekki gerð krafa um neina reynslu af notkun „OneNote“.
Námskeiðið byggir mikið á verkefnum ásamt stuttum fyrirlestrum.
Farið er yfir eftirfarandi atriði á námskeiðinu:
- Hvað er „OneNote“ – Hvers vegna?
- Hlutar (e. sections), síður og undirsíður (e. pages & subpages)
- Helstu aðgerðir:
- Taka glósur (e. notes) og sníða texta (e. format text)
- Útbúa töflur (e. tables) & tög (e. tags)
- Innsetning á efni s.s. hlekkjum, myndum og hljóði.
- Deiling á dagbókum.
- Samþætting við „Outlook 2016“ og „OneDrive 4B“
- „OneNote“ smáforrit (e. app)
Teams 2016 - Grunnur.
Námskeiðið hentar vel:
Námskeiðið er ætlað þeim er vilja tileinka sér „Teams 2016“ og þekkja helstu aðgerðir þess.
Lengd námskeiðs:
2 einingar – 1 klukkustund.
Inntökuskilyrði:
Almenn tölvuþekking.
Vélbúnaður:
Kennt hjá viðskiptavinum og á þeirra vélbúnaði.
Að loknu námskeiði:
Að námskeiði loknu eiga nemendur að þekkja helstu hugtök, aðgerðir, deilt efni og hvað „Teams“ boðið uppá.
„Teams“ er stutt, en hnitmiðað námskeið þar sem farið er yfir alla helstu þætti kerfisins. Farið er vel yfir virkni kerfisins, uppsetningu og þær stillingar sem þar er að finna. Um grunnnámskeið er að ræða og því ekki gerð krafa um neina reynslu af notkun „Teams“.
Námskeiðið byggir mikið á verkefnum ásamt stuttum fyrirlestrum.
Farið er yfir eftirfarandi atriði á námskeiðinu:
- Hvað er „Teams“?
- Yfirferð um viðmótið (e. interface)
- Stofnun hópa (e. teams) og rása (e. channels)
- Bæta við notendum – Innri og ytri ásamt réttindum.
- Skjalasafn (e. files)
- Hvar eru gögnin?
- Deiling gagna
- Notkun smáforrita innan úr „Teams“
- Hvað er í boði?
- Samþætting milli kerfa
- Kynning á smáforritinu „Teams“ fyrir snjalltæki.
Þú ræður ferðinni
Við leggjum mikið upp úr sveigjanleika í kennslunni. Viðskiptavinir stjórna uppröðun námskeiða og velja hvað hentar þeim. Office 365 kennslu er hægt að fá sem pakkanámskeið en viðskiptavinir eru ekki bundnir af neinni sérstakri röð námskeiða.
