Þegar kemur að útvistun á tölvuumhverfi er mikilvægt að velja öflugan og áreiðanlegan þjónustuaðila. Sérfræðingar okkar eru til taks allan sólarhringinn, alla daga ársins og veita þér þjónustu sem tryggir hámarksuppitíma og -afkastagetu kerfanna þinna.
Þjónustufyrirkomulag sem hentar þér
Við förum létt með að sjá um altækan rekstur upplýsingaumhverfis en bjóðum líka upp á rekstur og/eða eftirlit með sértækum þáttum. Þessi þjónusta hentar öllum gerðum og stærðum fyrirtækja. Sérfræðingar okkar vinna með þér að því að útfæra fyrirkomulag sem hentar þínum rekstri best og hjálpa þér að reka upplýsingakerfin á skilvirkan, öruggan og hagkvæman máta.

Miðlægur rekstur
Stöðugt eftirlit og umsjón með upplýsingakerfum er lykilatriði þegar kemur að því að tryggja öryggi og varðveita fjárfestingu fyrirtækja í upplýsingatækni. Við eigum öflugar eftirlits- og umsjónarlausnir sem fylgjast með tölvukerfunum þínum og gera sérfræðingum okkar kleift að:
- Fylgjast með heilsu og afköstum netþjóna og kerfa í þínu umhverfi
- Greina og leysa úr vandamálum áður en þau hafa áhrif á endanotendur
- Bregðast ört við vandmálum sem upp koma og tryggja skjóta endurheimt gagna og kerfa
- Greina hratt og stöðugt kerfi með of- eða vannýttar auðlindir (s.s. minni, örgjörva, diskapláss o.fl.)
- Besta framtíðarfjárfestingu fyrirtækisins í miðlægum kerfum
Þjónustupakkar sem henta þér
Þú velur hvaða þjónustuþætti þú vilt fá og við lögum pakkann að þínum þörfum. Við bjóðum meðal annars upp á rekstur og eftirlit netþjóna, gagnastæða og sértækra kerfa.
Þjónusta starfsfólks Advania við tölvukerfi okkar hefur reynst vel og einkennst af viðbragðsflýti og þjónustulund.
Netrekstur
Netrekstur (e. network services) er þjónusta sem eykur sveigjanleika og dregur úr kostnaði og flækjustigi þegar kemur að rekstri netkerfa fyrirtækja.
Við tryggjum þér stöðugan grunn fyrir netkerfi fyrirtækisins sem gerir innleiðingu nýrra lausna hraðvirkari og öruggari. Auk þess færðu aðgang að sérfræðingum okkar sem hafa mikla reynslu af netrekstri fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum.
Rekstur verslunarkerfa
Við vöktum kerfin þín og tryggjum þér órofinn rekstur á afgreiðslubúnaði. Sérfræðingar okkar eru á vaktinni allan sólarhringinn og sinna þjónustu í fjarvinnslu og á staðnum. Hægt er að velja um ýmsar þjónustuleiðir og við getum meira að segja tekið að okkur að þjónusta núverandi búnað þinn. Greitt er fast mánaðargjald fyrir þjónustuna.
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar sem hafa þekkingu á öllum algengustu verslunarkerfum sem eru í notkun hér á landi. Þeir hjálpa þér að finna lausnina sem hentar þér best.