Lausn fyrir útlagðan kostnað

VASA er kostnaðarskráningarapp sem einfaldar utanumhald um kvittanir og skráningar á útlögðum kostnaði starfsfólks, notkun á lausafjármunum og skráningar á kaupum með fyrirtækjakorti. VASA tengist beint inní fjárhagskerfi fyrirtækja.

Spjöllum saman

Kostnaðarskráningin einfölduð

Beintenging við fjárhagskerfi
VASA minnkar villuhættu í skráningum með því að tengjast beint við Business Central og fleiri fjárhagskerfi.
Sjálfvirknivæðing á skráningarferli
VASA gerir fyrirtækjum kleift að einfalda og sjálfvirknivæða skráningarferli á útlögðum kostnaði starfsfólks og þar með spara mikinn tíma við skráningar og utanumhald.
Yfirsýn yfir skráningar
Stjórnendur geta nýtt sér stjórnborð VASA til að hafa yfirsýn yfir skráningar á útlögðum kostnaði í fyrirtækinu.
Samþykktarferli
Hægt er að nýta samþykktarflæði í appinu til að gera skráningarferlið skilvirkara og einfaldara fyrir bæði notendur og stjórnendur.
Kynntu þér málið

Betra yfirlit yfir kostnaðarskráningu

Sigfús Jónasson sölustjóri Power Platform og gervigreindar og Viktor Steinarsson deildarstjóri Business Central þróunar og gagnagreindar hjá Advania ræddu á veffundi um nýju kostnaðarskráninguna okkar, Vasa.

vasabókhald. bókstaflega.

Frábært á ferðinni

Vertu með allar þínar kvittanir í vasanum. Í VASA er auðvelt að klára skráningar á útlögðum kostnaði, hvort sem viðkomandi er á skrifstofunni eða á ferðalagi. VASA gefur svo notendum rekjanleika yfir sínar skráningar þar sem þeir sjá hvað er samþykkt og hvað á eftir að samþykkja í góðu yfirliti.

Hvað ert þú að vasast?

VASA er lausn í Microsoft Power Platform sem einfaldar utanumhald um kvittanir og skráningar á útlögðum kostnaði starfsmanna, notkun á lausafjármunum og skráningar á kaupum með fyrirtækjakorti. Appið býður upp á það að taka myndir af kvittunum og hlaða þeim inn og hengja þær við kostnaðarskráningar.

Þegar skráningu lýkur í appinu eru gögnin send í samþykktarferli sem gefur skilgreindum starfsmönnum möguleika á að hafna eða samþykkja skráningar inni í Teams eða Outlook. Ef fyrirtæki kjósa frekar að nýta sér samþykktarferli í Business Central eða öðru fjárhagskerfi þá er hægt að stilla appið til að senda kostnaðarskráningar beint inn í viðkomandi fjárhagskerfi og fara fram hjá samþykktarferlinu í appinu sjálfu.

Notandinn sendir kostnaðarskráninguna inn í fjárhagskerfi hjá sínu fyrirtæki þar sem stofnast innkaupareikningur sjálfkrafa með réttum upplýsingum. Fjárhagsdeild klárar svo ferlið á einfaldan hátt án þess að þurfa að skrá inn upplýsingar aftur handvirkt.

Spjöllum saman

Á döfinni

Myndbönd
19.09.2024
Á þessum veffundi var farið yfir splunkunýtt fyrirkomulag Business Central þjónustusamninga sem fela í sér töluverða breytingu á þjónustuveitingu Advania á Business Central.
Blogg
24.09.2024
Andri Már Helgason vörustjóri Business Central hjá Advania fjallar um nýja þjónustu- og rekstrarsamninga Business Central.
Myndbönd
23.04.2024
Fjölmennt var í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni á morgunverðarfundinum Nýjungar í Business Central. Einnig var sýnt var frá viðburðinum á starfsstöð okkar á Akureyri í gegnum streymi. Upptakan frá fundinum er nú aðgengileg hér á vefnum okkar.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.