Betra yfirlit yfir kostnaðarskráningu
Sigfús Jónasson sölustjóri Power Platform og gervigreindar og Viktor Steinarsson deildarstjóri Business Central þróunar og gagnagreindar hjá Advania ræddu á veffundi um nýju kostnaðarskráninguna okkar, Vasa.
Frábært á ferðinni
Vertu með allar þínar kvittanir í vasanum. Í VASA er auðvelt að klára skráningar á útlögðum kostnaði, hvort sem viðkomandi er á skrifstofunni eða á ferðalagi. VASA gefur svo notendum rekjanleika yfir sínar skráningar þar sem þeir sjá hvað er samþykkt og hvað á eftir að samþykkja í góðu yfirliti.
Hvað ert þú að vasast?
VASA er lausn í Microsoft Power Platform sem einfaldar utanumhald um kvittanir og skráningar á útlögðum kostnaði starfsmanna, notkun á lausafjármunum og skráningar á kaupum með fyrirtækjakorti. Appið býður upp á það að taka myndir af kvittunum og hlaða þeim inn og hengja þær við kostnaðarskráningar.
Þegar skráningu lýkur í appinu eru gögnin send í samþykktarferli sem gefur skilgreindum starfsmönnum möguleika á að hafna eða samþykkja skráningar inni í Teams eða Outlook. Ef fyrirtæki kjósa frekar að nýta sér samþykktarferli í Business Central eða öðru fjárhagskerfi þá er hægt að stilla appið til að senda kostnaðarskráningar beint inn í viðkomandi fjárhagskerfi og fara fram hjá samþykktarferlinu í appinu sjálfu.
Notandinn sendir kostnaðarskráninguna inn í fjárhagskerfi hjá sínu fyrirtæki þar sem stofnast innkaupareikningur sjálfkrafa með réttum upplýsingum. Fjárhagsdeild klárar svo ferlið á einfaldan hátt án þess að þurfa að skrá inn upplýsingar aftur handvirkt.
Á döfinni
Tölum saman
Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.