Fréttir, businesscentral.advania.is - 9.10.2025 12:00:00

Miklu meira en bókhaldskerfi

Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.

Fram komu Hugi Freyr Einarsson forstöðumaður Business Central, Jóhanna Kolbjörg Sigurþórsdóttir vörustjóri Business Central, Dröfn Teitsdóttir ráðgjafi í Business Central og Hjörtur Geirmundsson hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania.

Á viðburðinum var einnig farið yfir allar nýjungar í viðbótum Advania og kynntir möguleikar á sjálfvirkni sem og tengingum við önnur kerfi. Að lokum var farið yfir hvernig Microsoft Dynamics 365 Business Central styður við sjálfbærni og rekjanleika í rekstri.

Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum Advania í Reykjavík Guðrúnartúni 10 en einnig var hægt að fylgjast með í beinu streymi frá starfsstöð okkar að Austursíðu 6 á Akureyri og frá Setrinu Vinnustofu á Egilsstöðum. Upptaka frá fundinum var einnig send á alla sem voru skráðir. Upptökuna má nálgast í gegnum vef Advania með því að skrá sig inn.

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.