Vöktun hjá Advania

Markmið Advania Vöktunar eru áhyggjulausir viðskiptavinir á meðan við stöndum vaktina 24/7/365. Ert þú með kerfi sem þarf að vakta?

Spjöllum saman
varnir - vöktun - viðbragð

Alhliða vöktun í stafrænum heimum

Teymið
Operation Center teymi Advania eru sérfræðingar í öllu sem kemur að vöktun, ferlum og sjálfvirkni.
Vöktun og viðbragð
Við vöktum, bregðumst við atvikum og komum þeim í farveg.
24/7/365
Við stöndum vaktina allan sólahringinn, allan ársins hring.
Hratt viðbragð
Unnið er í málum um leið og tilkynning berst – sjálfvirkir ferlar greina til að bregðast enn hraðar við.

Hvernig vinnum við málin?

Við vöktum fjölmörg kerfi allan sólahringinn og gerum það vel! Þjónustan er bæði vöktun og viðbragð – þar sem við komum málum í réttan farveg svo að þú getir andað léttar.

Kerfi viðskiptavinar eru tengd inn í okkar vöktunarmiðju og þar nýtum við sjálfvirka ferla í að flokka vandamál og skilgreina þau betur, áður en að manneskja fer í málið.

Þess vegna getum við haft hraðar hendur þegar á reynir.

Hvað erum við að vakta?

Vöktunarteymi Advania hefur reynslu af því að vakta margar mismunandi tegundir kerfa m.a:

  • Netbúnað og netþjóna
  • Rafmagnstengingar
  • Hitanema og hitastig í rýmum
  • Viftur og kælibúnað
  • Hugbúnað og álag á vefsíðum

Ert þú með kerfi sem þarf að fylgjast með?

Spjöllum saman

Við vinnum með þér

Við leggjum áherslu á að vinna náið með viðskiptavinum og viljum finna bestu leiðina til þess að vakta kerfin þín og bregðast við því sem skiptir máli. Við búum til ferla, bæði sjálfvirka og fyrir teymið okkar að vinna eftir, sem standast þær kröfur sem þú setur fram.

Fréttir af netöryggi

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur tekið næsta skref í sínum netöryggismálum með innleiðingu Skjaldar, öryggisvöktunarþjónustu Advania. Með þessari lausn tryggir sveitarfélagið stöðuga vöktun og skjót viðbrögð við netógnum allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Advania hefur verið samstarfsaðili Héðins á þeirra stafrænu vegferð og meðal annars aðstoðað með netöryggi, sjálfvirknivæðingu ferla, betrumbætur á flæði og fleira.
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um vöktun? Sendu okkur fyrirspurn.