Hvernig vinnum við málin?
Við vöktum fjölmörg kerfi allan sólahringinn og gerum það vel! Þjónustan er bæði vöktun og viðbragð – þar sem við komum málum í réttan farveg svo að þú getir andað léttar.
Kerfi viðskiptavinar eru tengd inn í okkar vöktunarmiðju og þar nýtum við sjálfvirka ferla í að flokka vandamál og skilgreina þau betur, áður en að manneskja fer í málið.
Þess vegna getum við haft hraðar hendur þegar á reynir.
Hvað erum við að vakta?
Vöktunarteymi Advania hefur reynslu af því að vakta margar mismunandi tegundir kerfa m.a:
- Netbúnað og netþjóna
- Rafmagnstengingar
- Hitanema og hitastig í rýmum
- Viftur og kælibúnað
- Hugbúnað og álag á vefsíðum
Ert þú með kerfi sem þarf að fylgjast með?
Við vinnum með þér
Við leggjum áherslu á að vinna náið með viðskiptavinum og viljum finna bestu leiðina til þess að vakta kerfin þín og bregðast við því sem skiptir máli. Við búum til ferla, bæði sjálfvirka og fyrir teymið okkar að vinna eftir, sem standast þær kröfur sem þú setur fram.
Fréttir af netöryggi
Tölum saman
Viltu vita meira um vöktun? Sendu okkur fyrirspurn.