stafræn forysta með hjálp gervigreindar

Náðu árangri í rekstri með gögnum og gervigreind

Gagnagreining, sjálfvirkni og vinna með gervigreind er ekki lengur bundin við kostnaðarsöm tól. Fáðu aðstoð frá sérfræðingum við að tileinka þér krafta gervigreindarinnar og tryggðu að þinn vinnustaður heltist ekki úr lestinni.

Spjöllum saman

Vinnustaður framtíðarinnar reiðir sig á gervigreind

Einfaldara aðgengi að gögnum

Gögn geta verið yfirþyrmandi. Sérstaklega ef það er mikið um þau og breytingarnar á þeim hraðar. Með því að hafa gögnin í skýinu, fæst á auðveldan hátt yfirsýn og innsæi sem áður þekktist ekki.

Sjálfvirkir ferlar

Það er gráupplagt að leyfa gervigreind að sjá um endurtekin og tímafrek verkefni. Með því að sjálfvirknivæða ferla eins og reikningagerð, gagnastjórnun og yfirferð forma, verður til tími hjá starfsfólki til að sinna því sem skiptir mestu máli.

Aukin nýsköpun

Vinnulag starfsfólks mun breytast. Það einbeitir sér frekar að því að leysa vandamál og getur brugðist hraðar við breytingum. Þá skiptir engu hvort um er að ræða mannauðs- fjármála- eða markaðsfólk innan fyrirtækja.

láttu gervigreind vinna með gögnin þín

Advania Eya vinnur með gögnin þín á öruggan hátt

Advania Eya er hagnýt tvítyngd spunagreindarlausn Advania, knúin af Private Chat GPT-4o tungumálamódelinu. Advania Eya er hönnuð bæði fyrir íslensku og ensku, býður upp á nákvæm svör og skilning á flóknum skipunum með ítarlegum skilningi á tilteknum orðaforða. Advania Eya er notendavæn, heldur samfelldum þræði samtala og vísar í heimildir innan gagnasafna.

Advania Eya gerir fyrirtækjum kleift að fella eigin gögn á öruggan hátt inn í fyrirspurnir sem tryggir trúnað og öryggi. Þetta gerir Advania Eya að öruggu hagnýtu gervigreindarverkfæri sem eykur skilvirkni og möguleika fyrirtækja til að rýna í eigin gögn án þess að stefna þeim í hættu.

Skoða nánar
Stígðu inn í framtíðina með Copilot

Copilot fyrir Microsoft 365

Copilot fyrir Microsoft 365 er kraftmikið gervigreindartól sem samþættir máltækni og gagnabanka til að styðja starfsfólk við dagleg verkefni. Það bætir samvinnu og eykur sköpunarkraft með sjálfvirkni. Samþætting við vinsæl forrit eins og Word, Excel, Powerpoint, Outlook og Teams auðveldar svo vinnuna enn frekar.

Skoða nánar
gerum þetta saman

Gögnin eru lykillinn

Vinnustaðir hafa aldrei haft úr jafn miklu magni af gögnum að vinna. Þetta opnar á ótalmarga möguleika í auknu innsæi og sjálfvirkni með hjálp gervigreindar. Möguleikarnir eru miklir en áskoranir geta verið gríðarlegar. Fáðu aðstoð við uppsetningu og frágang til að allt fari rétt og örugglega fram.

Spjöllum saman

Öryggi gagna

Öll gögn og vinnsla eru í þínu eigin Azure umhverfi. Þau eru því ekki nýtt í kennslu á gervigreindarmódelum utan vinnustaðarins.

Auðveld uppsetning

Sérfræðingar Advania sérsníða uppsetninguna að hverjum vinnustað.
Innskráning tengist við fyrirtækið og því hægt að nota single sign-on í stað margra lykilorða.

Nýjasta tækni

Hægt er að nýta nýjustu útgáfu ChatGPT. Bæði 3.5 og 4. Hún bæði skilur íslensku og getur unnið með nýjustu upplýsingar.

Bylting í vinnulagi

Private ChatGPT virkar eins og önnur gervigreindarmódel: notandinn skrifar beiðnir á mannamáli, til að mynda skrif á texta, samantekt og jafnvel hugmyndavinnu. Allt með gögnum frá þínum vinnustað.

Dæmi um aðrar lausnir í boði

Azure þjónustur

Í Azure eru yfir 200 lausnir og þjónustur hannaðar til að leysa áskoranir nútímans.

Microsoft Purview

Purview verndar gögn með því að finna, skipuleggja og vakta hvernig gögn fyrirtækisins eru notuð ásamt því að tryggja að þau séu örugg og reglum sé fylgt. Purview er skýjaþjónusta sem samþættist bæði gagnaveitum í skýinu og „á staðnum.“

Microsoft Power Platform

Með innleiðingu á Power Platform á vinnustaðinn þinn veitirðu starfsfólkinu aukinn nýsköpunarkraft með auðveldum hætti.

Boost.ai spjallmenni

Spjallmenni er þróaðri útgáfa af því sem oft er kallað Chatbot á ensku. Lausnin nýtir tækni sem nefnist samræðugreind (e. conversational AI) til að halda uppi eðlilegu samtali við viðskiptavini og skilja þarfir þeirra.

Á döfinni í heimi gervigreindar

Fréttir
10.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Fréttir
17.12.2024
Advania tekur höndum saman með tæknifyrirtækjunum til að koma nútíma lausnum í gervigreind og reiknigetu í gagnaver á Íslandi.
Viðburðir
23.04.2024
Þann 6. maí næstkomandi heldur Advania námskeiðið Microsoft Copilot fyrir byrjendur. Um er að ræða fjarnámskeið og leiðbeinandi þess er Þóra Regína Þórarinsdóttir, sérfræðingur í gagnagreiningum. Námskeiðið spannar þrjár klukkustundir.

Viltu hefja þína vegferð?

Advania getur stutt við vinnustaði í innleiðingu gervigreindar. Býður leiðsögn og stuðning, bæði við mótun stefnu til lengri tíma eða til að bæta gervigreind við nýjar sem núverandi lausnir.

Ekki hika við að senda okkur línu og fá ráðgjöf frá mörgum af færustu sérfræðingum landsins í gervigreind og öllu sem henni tengist.

Námskeið framundan

Advania skólinn býður reglulega upp á fjölbreytt námskeið um ýmis efnisatriði, meðal annars gervigreind.

Skoða öll námskeið
30.1.2025 09:00:00
Microsoft Copilot fyrir byrjendur – 30. janúar 2025

Nýtt námskeið fyrir öll sem hafa áhuga á að læra um Copilot 365 eða hyggjast nýta sér Copilot 365 við dagleg störf. Copilot getur hjálpað við að auka sjálfvirkni og framleiðni starfsmanna. Námskeiðið spannar þrjár klst og kostar 29.900 kr. m. vsk.

Skoða nánar
spjöllum saman

Eigum við að ræða þína möguleika?

Sendu okkur línu og við höfum samband um hæl.