Nýjasta nýtt - 10.02.2012

10-11 semur við Advania

Heildarlausn í hugbúnaði, rekstri og þjónustu við upplýsingatækniumhverfi 10-11

Rekstrarfélag Tíu ellefu ehf. hefur samið við Advania um heildarlausn í hugbúnaði, rekstri og þjónustu við upplýsingatækniumhverfi sitt. Þar á meðal eru verslunarkerfið LS Retail og fjárhagslausnin Microsoft Dynamics NAV. Við undirbúning samstarfsins var lögð mikil áhersla á áreiðanleika, hagkvæmni og öryggi hlutaðeigandi lausna.

"Advania og 10-11 hafa lengi verið í nánu samstarfi á sviði upplýsingatækni, meðal annars þegar kemur að hugbúnaðarlausnum frá Microsoft. Advania er sömuleiðis leiðandi aðili í hýsingu og rekstri kassakerfa og tengdra hugbúnaðarlausna. Það hentar okkur vel að útvista jaðarþáttum í starfseminni með þessum hætti og einbeita okkur að kjarnastarfsemi,” segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Rekstrarfélags Tíu ellefu ehf.

Rekstrarfélag Tíu ellefu ehf. á og rekur 21 verslun undir vörumerkinu 10-11 og eina verslun undir vörumerkinu Inspired by Iceland. Verslanir 10-11 eru staðsettar í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Akureyri. Þær eru allar opnar allan sólahringinn, nema verslunin í Firði.

“Advania hefur um langt árabil fjárfest markvisst í aðstöðu, búnaði og þekkingu á sviði hýsingar og rekstrarþjónustu. Samningurinn við 10-11 er gott dæmi um að viðskiptavinir okkar kunna vel að meta þessa uppbyggingu. Það er einnig sérstakt ánægjuefni þegar þjónustufyrirtæki í fremstu röð koma til okkar í viðskipti,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.