Uppfært: 28.10.2024 - Greinin birtist upphaflega: 10.09.2024

5 ástæður fyrir 5G tölvum

Tölvur með innbyggðu 5G módemi opna fyrir ótal möguleika á vinnustöðum. Með nýjustu tækni upplifir starfsfólk alvöru sveigjanleika með alvöru öryggi. Sjáðu fimm helstu ástæður þess að þinn vinnustaður ætti að vera að skoða fartölvur með 5G.

Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania

1: Þú ert með starfsfólk úti á örkinni

Fjölmargar atvinnugreinar treysta á starfsfólk sem vinnur um allan bæ og jafnvel um allt land. Verkfræðingar, sölufólk, fasteignasalar, iðnaðarmenn og viðbragðsaðilar eru bara nokkur dæmi um starfsstéttir sem þurfa að geta sinnt sínu hlutverki þó næsti netbeinir sé ekki í póstnúmerinu. Fyrir þetta fólk er gríðarlega mikilvægt að geta einfaldlega opnað tölvuna og byrjað að vinna - án þess að þurfa að leita uppi gestanet eða tengja sig við misgóða farsíma.

2: Frelsið er yndislegt

Langstærsti hluti starfsfólks á skrifstofum, gerir ráð fyrir að hafa frelsið til að vinna í fjarvinnu á einhverjum tímapunkti. Með því að fjárfesta í tölvum sem eru ávallt tengdar, skiptir ekki lengur máli hvar sú vinna á sér stað: Hvort sem það er í sumarbústað, úti á palli eða í jafnvel í fjallgöngu. Það er kannski ekkert skemmtilegt að taka deildarfund á Esjunni, en það er magnað að hafa möguleika á því!

3: Öryggið þarf að vera í fyrirrúmi

Það er köld staðreynd hins sítengda nútíma, að hættur leynast í öllum hornum. Óþekkt þráðlaus net á kaffihúsum, flugvöllum og bensínstöðvum eru langt í frá öruggur staður til að tengja vinnutölvur við. Raunar er það svo, að æ fleiri vinnustaðir banna hreinlega tengingar við slík net vegna hættunar sem getur skapast. Með 5G tengingu byggða beint inn í vélina, er tengingin alltaf örugg og engin hætta á að tenging við móðurskipið hafi óáætlaðar afleiðingar.

4: Hver hefur tíma til að bíða eftir hægu neti?

5G net er oftar en ekki hraðar en það sem býðst úti á galeiðunni. Þegar unnið er með stór skjöl, streymi og jafnvel Teams fundi, er þannig oft betra að treysta á hratt 5G net. Uppbygging 5G netsins hefur verið mjög hröð og á þar sem það er í boði, mega notendur búast við ljósleiðarahraða á neti. Gamla góða 4G netið dekkar svo rest, og það stendur heldur betur enn fyrir sínu.

5: Það er einfalt að fara af stað

Dell Latitude tölvur með 5G  geta bæði notað hefðbundið sim-kort og stafrænt eSim. Flest fjarskiptafélög bjóða upp á báðar leiðir og hægt er að tengja áskriftina á einfaldan hátt við fyrirtækjaáskriftir starfsfólk. Þannig nýtist gagnamagnið sem fyrirtækið greiðir nú þegar fyrir, og ekki þarf að stofna til nýrra áskriftaleiða.

5G vélar eru til í öllum stærðum og gerðum

Í vefverslun Advania má finna Dell Latitude í öllum stærðum og gerðum með 5G módemi. Ef þú finnur ekki réttu vélina í fljótu bragði, eru sérfræðingar okkar boðnir og búnir til að aðstoða þig með leit að búnaði sem hentar. Ekki hika við að hafa samband og við svörum þér um hæl.

Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.