Nýjasta nýtt - 26.03.2012

ÁTVR semur við Advania

Samingur um endurnýjun á kassakerfi, Microsoft Dynamics NAV og heildarþjónustu í hýsingu og rekstri.

Áhersla á hagkvæmni og öryggi

ÁTVR hefur að undangengnu útboði samið við Advania um endurnýjun á kassakerfi í öllum Vínbúðunum, en þær eru tæplega 50 talsins. Samhliða hefur ÁTVR undirritað samning við Advania um endurnýjun á fjárhagslausninni Microsoft Dynamics NAV, ásamt heildarþjónustu í hýsingu og rekstri á fjárhagslausninni. Við undirbúning samstarfsins var lögð þung áhersla á hagkvæmni og öryggi hlutaðeigandi lausna.


"Við hjá ÁTVR höfum langa reynslu af samstarfi við Advania á sviði upplýsingatækni, meðal annars þegar kemur að hugbúnaði og rekstri. Advania er sömuleiðis leiðandi aðili í hýsingu og rekstri kassakerfa og tengdra hugbúnaðarlausna. Endurnýjun sem þessi er stórt verkefni og að þessu sinni var gengið mjög langt í mannauðsmálum hvað snertir mikilvægar umbætur á vinnuumverfi starfsfólks Vínbúðanna. Undirbúningurinn gekk vel, innleiðingin er langt komin og niðurstaðan lofar góðu,“ segir Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs ÁTVR.

„Það er sérstakt ánægjuefni þegar þjónustufyrirtæki í fremstu röð koma til okkar í viðskipti. Advania hefur um langt árabil fjárfest markvisst í aðstöðu, búnaði og þekkingu á sviði kassakerfa, viðskiptalausna, hýsingar og rekstrarþjónustu. Samningurinn við ÁTVR er gott dæmi um að viðskiptavinir okkar kunna vel að meta þessa uppbyggingu og þá þekkingu sem Advania hefur innanborðs,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.