Blogg - 23.04.2013

Að uppfæra eða uppfæra ekki í Windows 8

Hér er farið yfir helstu breytingarnar sem mæta notendum Windows 8 og sýnt hvernig þær virka.

Windows 8 stýrikerfið markar mikil tímamót fyrir Microsoft. Með útgáfu þess aðlagar tölvurisinn sig miklum vinsældum snjalltækja (spjaldtölva og snjallsíma). Það er eðlilegt að almennir tölvunotendur velti fyrir sér hvort það sé rétt að uppfæra í þetta nýstárlega stýrikerfi sem felur í sér miklar breytingar. Undanfarnar vikur höfum við hjá Advania haldið afar vinsæl örnámskeið í Windows 8 og hér er farið yfir helstu breytingarnar sem mæta notendum Windows 8 og sýnt hvernig þær virka.

Nýtt útlit

Hinn fornfrægi „Start hnappur“ sem Windows notendur eru orðinn vanir (og jafnvel háðir) er horfinn í Windows 8. Í staðinn er komin „Start“ síða með flísum eða „Tiles“ sem eru flýtileiðir í þau forrit, möppur eða drif sem mest eru notuð.  „Start“ síðan er hugsuð þannig hátt að notandi sérsníðir hana að sínum þörfum, hann hefur þær flísar sem henta á „Start“ síðunni. Það gilda engar reglur um hvaða flýtivísanir eru á þessari „Start“ síðu. Einnig er komin yfirlitssíða yfir öll þau forrit sem uppsett eru í viðkomandi tölvu.

Öflugra, öruggara og hraðara stýrikerfi

Windows 8 er hraðasta stýrikerfi sem Microsoft hefur sent frá sér og jafnframt það öruggasta.  Notendur finna mikinn mun í ræsitíma stýrikerfisins og það ræður auðveldlega við að vinna mörg verkefni i einu.  Windows 8 notar einnig minna rafmagn og eykur rafhlöðunýtingu um 20%. Windows 8 kemur með Windows Defender sem ver tölvuna fyrir spilliforritum og tölvuvírusum.  

Öflug leit

Leitin hefur aldrei verið öflugari en í Windows 8.  Ef þú ert staddur á „Start“ síðu, þá byrjar notandinn á að skrifa nafnið á því forriti eða skjali sem hann vantar að finna og leitin fer strax í gang. 

Spennandi nýjungar

Nú standa notendum til boða fjölda smáforrita (eða öpp) sem finna má í vefverslun Microsoft. Notendur hafa aðgang að þessari verslun í gegnum sérstakt app sem fylgir með Windows 8.  

Við uppsetningu á Windows 8 býðst notendum að setja upp sérstakt Windows auðkenni („Live ID“) sem gerir það að verkum að notendur eiga fleiri en eitt Windows 8 tæki (tölvu, snjallsíma eða spjaldtölvu) þá para þessi tæki sig sjálfkrafa saman.  Notendur hafa fullt vald á því hvað parar sig saman og hvað ekki. Til dæmis getur þú auðveldlega parað sama vafrasögu þína og lykilorð að forritum og vefsíðum.  Skydrive fylgir með windows 8 og færð þú þar 7 Gb geymslupláss í tölvuskýi Microsoft sem að sjálfsögðu parar sig á milli Windows 8 tækja.

Við ráðleggjum notendum að uppfæra og kíkja á ókeypis örnámskeið

Það er alveg óþarfi að vera smeykur við nýjungarnar í Windows 8. Advania býður upp á ókeypis örnámskeið í Windows 8 þar sem er farið í nýjungarnar og virkni Windows 8.

 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.