Nýjasta nýtt - 6.11.2017 10:00:00

Advania á Íslandi hlýtur eftirsótta vottun frá Salesforce

Advania hefur hlotið eftirsótta viðurkenningu frá einu fremsta hugbúnaðarfyrirtæki heims og er nú vottaður samstarfsaðili Salesforce (e. Certified Partner). Salesforce hefur í tæp 20 ár þróað hugbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að rækta viðskiptatengsl, tryggja góða þjónustu og stuðla að skilvirkari markaðssetningu og sölu.

Advania hefur hlotið eftirsótta viðurkenningu frá einu fremsta hugbúnaðarfyrirtæki heims og er nú vottaður samstarfsaðili Salesforce (e. Certified Partner). Salesforce hefur í tæp 20 ár þróað hugbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að rækta viðskiptatengsl, tryggja góða þjónustu og stuðla að skilvirkari markaðssetningu og sölu. Salesforce er útbreiddasti viðskiptatengslahugbúnaður í veröldinni, enda veitir kerfið góða yfirsýn yfir öll samskipti við viðskiptavini og auðveldar ákvarðatöku við vöruþróun og sölu. Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa notað Salesforce með góðum árangri.

 

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi:

„Þessi vottun er mikilvæg fyrir okkar viðskiptavini. Hún bæði staðfestir færni Advania og tryggir viðskipavinum okkar aðgengi að bestu sérfræðingum Salesforce og viðamiklu tengslaneti þeirra sem fremst standa í þessum iðnaði um allan heim. Við höfum átt gott samstarf með Salesforce og viðskiptavinir okkar hafa nýtt sér hugbúnaðinn til að ná forskoti á hörðum samkeppnismarkaði. Það er fátt sem styrkir stöðu fyrirtækja meira en góð innsýn í þarfir og óskir viðskiptavina. Ég er stoltur af þessari vottun og því breiða lausnaframboði sem við getum boðið viðskiptavinum á sviði viðskiptatengslakerfa en þar ber helst að nefna Salesforce og Microsoft CRM.“

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.