Advania bakhjarl DesignTalk fyrirlestrardagsins á HönnunarMars 2014
Advania og Hönnunarmiðstöð Íslands hafa gert með sér samstarfssamning.
Calvin Klein og Robert Wong á Íslandi
Advania og Hönnunarmiðstöð Íslands hafa gert með sér samstarfssamning um að halda DesignTalks fyrirlestradaginn sem markar upphaf hins árvissa HönnunarMars sem haldinn er dagana 27. - 30. mars. Í ár er yfirskrift DesignTalk Dealing with Reality. Þar verða ný hlutverk hönnuða og arkitekta í brennidepli og hönnun skoðuð sem leiðandi afl á umrótatímum, í óvæntu samhengi og samstarfi.
Helstu atriði:
- DesignTalk fyrirlestradagurinn ber yfirskriftina Dealing with Reality
- Fyrirlestradagurinn er haldin þann 27. mars í Silfurbergi í Hörpu. Dagskráin er frá kl. 09:30 – 16:00
- Á meðal fyrirlesara eru fatahönnuðurinn Calvin Klein og Robert Wong Chief Creative Officer hjá Google
Mikilvægasti hönnunarviðburður Íslands
Elísabet Sveinsdóttir, markaðsstjóri Advania: „HönnunarMars er stærsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og um leið viðamesti og mikilvægasti hönnunarviðburður landsins. Það er gríðarlegur metnaður í dagskránni á fyrirlestrardeginum „DesignTalks“ og með þessu samstarfi útvíkkum við þá viðamiklu þekkingarmiðlun sem við hjá Advania stöndum fyrir allt árið um kring.“
Tækifæri til uppbyggingar og nýsköpunar
Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands: „Bein tengsl Advania við íslenskt viðskipta- og atvinnulíf greiðir fyrir kynningu á hönnun og mikilvægi hennar fyrir efnahags- og atvinnulíf og skapar þar með tækifæri til uppbyggingar og nýsköpunar á Íslandi“.
Nánari upplýsingar um HönnunarMars og DesignTalk er að finna á vefnum http://honnunarmars.is/