Nýjasta nýtt - 3.11.2017 14:17:00

Advania blæs nýju lífi í vef hjúkrunarfræðinga

Veflausnasvið Advania setti nýjan vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í loftið á dögunum.

Veflausnasvið Advania hefur undanfarið unnið að nýjum og endurbættum vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og er vefurinn nú kominn í loftið.

Félagið hafði áður haldið úti vef í 10 ár sem var farinn að kalla á nokkuð róttækar breytingar til að mæta vefnotkun nýrra tíma. Nýi vefurinn tekur mið af nýjustu kröfum um útlit og notendavænleika og lagar sig að ólíkum skjástærðum. Haft var að leiðarljósi að bæta aðgengi notenda að þjónustu og upplýsingum.

Vefurinn er einn af fyrstu viðkomustöðum þeirra sem leita upplýsinga um allt sem viðkemur hjúkrun og þarf sem slíkur að geta miðlað upplýsingum á mjög ólíku formi eftir efni.

Almenn ánægja var með verkefnið meðal hjúkrunarfræðinga og viljum við óska þeim innilega til hamingju með nýjan, fallegan og notendavænan vef. 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.