Nýjasta nýtt - 05.06.2014
Advania heldur spennandi tónleikaröð í sumar
Hljómsveitin Highlands er fyrst til að halda tónleika í tónleikaröð Advania. Tónleikarnir fara fram í verslun Advania að Guðrúnartúni 10 fimmtudaginn 12. júní klukkan 16
Í sumar verður glatt á hjalla í verslun Advania en þar verður haldin tónleikaröð með nokkrum spennandi íslenskum hljómsveitum. Það er hljómsveitin Highlands sem ríður á vaðið og heldur tónleika í verslun Advania að Guðrúnartúni 10 fimmtudaginn 12. júní klukkan 16. Tónleikaröðin er haldin í samvinnu við X-ið 977 og Egils Gull. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.