Nýjasta nýtt - 12.1.2018 11:14:00

Advania hlýtur elleftu gullvottunina frá Microsoft

Advania á Íslandi hlaut fyrir skömmu elleftu gullvottunina frá Microsoft fyrir framúrskarandi þjónustu og sérfræðiþekkingu á Microsoft-lausnum. Gullvottun er hæsta einkunn sem Microsoft gefur samstarfs- og þjónustuaðilum á tilteknum sérfræðisviðum.


Advania á Íslandi hlaut fyrir skömmu elleftu gullvottunina frá Microsoft fyrir framúrskarandi þjónustu og sérfræðiþekkingu á Microsoft-lausnum. Gullvottun er hæsta einkunn sem Microsoft gefur samstarfs- og þjónustuaðilum á tilteknum sérfræðisviðum.

Hjá Advania á Íslandi starfa 120 Microsoft-sérfræðingar. Þeir hafa lokið stöðluðum alþjóðlegum Microsoft-prófum og hafa sérhæft sig í lausnum frá Microsoft. Á bak við hverja gullvottun Advania eru að minnsta kosti fjórir Microsoft-sérfræðingar og góðar umsagnir frá um það bil fimm viðskiptavinum.

„Microsoft er einn af okkar allra mikilvægustu samstarfsaðilum. Þess vegna er ánægjulegt að hljóta gæðastimpil sem sýnir að viðskiptavinir geta treyst Advania til að veita heildstæða þjónustu í einu og öllu sem viðkemur Microsoft. Það er einnig gaman að segja frá því að fyrir skömmu fengu félagar okkar hjá Advania í Svíþjóð sína tíundu gullvottun, þannig að það er enginn skortur á Microsoft-sérfræðingum hjá okkur,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.

„Við veitum ekki bara leyfaráðgjöf, heldur alla þá tæknilegu aðstoð sem fólk þarf vegna Microsoft-lausna. Við getum séð um reksturinn og hýst umhverfið. Með þessum viðurkenningum er Advania í fararbroddi samstarfsaðila Microsoft á Norðurlöndunum og þótt víðar væri leitað,“ segir Sigurður Friðrik Pétursson, vörustjóri Microsoft hjá Advania.

Advania hefur unnið sér inn gullvottanir fyrir eftirfarandi þjónustusvið:

• Application Development
• Cloud Platform
• Cloud Productivity
• Collaboration and Content
• Communications
• Data Platform
• Datacenter
• Enterprise Resource Planning
• Messaging
• Small and Midmarket Cloud Solutions
• Windows and Devices

Fleiri fréttir

Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.