Fréttir - 21.10.2021 14:50:00

Advania hlýtur samstarfsverðlaun frá Dell

Advania á Íslandi hlaut í dag samstarfsverðlaun frá Dell Technologies. Erlend fyrirtæki sækjast í auknum mæli eftir sérfræðiþekkingu Advania og þjónustu í íslenskum gagnaverum.

Advania á Íslandi hlaut í dag samstarfsverðlaun frá Dell Technologies. Erlend fyrirtæki sækjast í auknum mæli eftir sérfræðiþekkingu Advania og þjónustu í íslenskum gagnaverum.




Verðlaunin veitti Dell Technologies fyrir framúrskarandi árangur Advania í sölu á netþjónum, netbúnaði og gagnageymslum fyrir gagnaver.

Gríðarleg aukning hefur orðið á því að erlend fyrirtæki velji að nýta sér gagnaver á Íslandi.

,,Það sem trekkir fyrirtæki til landsins er meðal annars heppileg staðsetning milli Ameríku og Evrópu. Ísland er metið afar öruggt umhverfi fyrir gagnaver en að auki skapar græn orka og kalt loftslag hér á landi, eftirsóknarverðar aðstæður. Við höfum sýnt viðskiptavinum okkar fram á þetta. Við veitum þeim ráðgjöf og seljum þeim sérhæfðan búnað. Tækniþjónusta Advania annast viðhald og þjónustu við fyrirtækin en að auki fá þau frábæra sérfræðiþjónustu í gagnaverunum. Þetta hefur leitt til þess að við höfum náð þessum mikla árangri í sölu á liðnu ári.

 


Við erum þakklát fyrir samstarfsverðlaunin frá Dell og þau hvetja okkur áfram,” segir Guðmundur Zebitz, deildarstjóri vörustýringar Advania.

Hér má lesa nánar um verðlaunin. 

Fleiri fréttir

Fréttir
23.10.2025
Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi, tók þátt í opnun New Nordics AI Center í Helsinki dagana 22. - 23. október, sem fram fór í utanríkisráðuneyti Finna.
Blogg
20.10.2025
Reynsla Húsheildar/Hyrnu sýnir hvernig markviss innleiðing á H3 getur breytt leiknum þegar kemur að launa- og mannauðsmálum fyrirtækja.
Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.