Nýjasta nýtt - 19.02.2014

Advania hýsir og endurskipuleggur upplýsingatækni hjá NAAFI

Advania og NAAFI sem sér um veitingaþjónustu og rekstur smásöluverslana fyrir breska heraflann um allan heim, hafa gert samning um að Advania hýsi, reki og endurskipuleggi upplýsingakerfi hjá NAAFI.

Advania og NAAFI (The UK Navy, Army and Air Force Institutes), sem sér um veitingaþjónustu og rekstur smásöluverslana fyrir breska heraflann um allan heim, hafa gert samning um að Advania hýsi, reki og endurskipuleggi upplýsingakerfi hjá NAAFI. Advania mun aðstoða NAAFI við að besta viðskiptaferla og innleiða heildstæða Microsoft Dynamics NAV viðskiptalausn og smásölukerfi sem kemur í staðinn fyrir fjölda eldri kerfa. 

„Þekking og færni starfsmanna Advania réð úrslitum þegar við völdum samstarfsaðila fyrir þetta stóra og mikilvæga verkefni. Með þessum samningi höfum við fengið samstarfsaðila sem við getum treyst á til framtíðar,“ segir Reg Curtis forstjóri NAAFI. 

NAAFI og Advania hafa unnið náið saman við endurskipulagningu og endurnýjun á upplýsingatækniumhverfi NAAFI með það að markmiði að auka hagkvæmni og upplýsingaöryggi. Notendahugbúnaður eins og til dæmis Microsoft Office og Microsoft Outlook verður hýstur í gagnaveri Advania á Íslandi. Advania mun halda áfram að veita NAAFI aðstoð og ráðgjöf við að besta upplýsingatækniumhverfi fyrirtækisins til framtíðar. 

„Advania hefur unnið náið með NAAFI í meira en áratug en nú höfum við tekið samstarfið enn lengra.  Þetta verkefni er gott dæmi um hvernig gott samstarf þar sem byrjað er á að greina viðskiptalegar þarfir getur skapað mikil verðmæti.  Í kjölfarið finna sérfræðingar í viðskipta-, hugbúnaðar-, og rekstrarlausnum heildarlausn sem skilar sér í meira rekstaröryggi, lægri kostnaði, einfaldara upplýsingatækniumhverfi og betri upplifun fyrir notendur“ segir Gestur G. Gestsson forstjóri Advania

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.