Nýjasta nýtt - 04.01.2015

Advania ræður hátt í þriðja tug nýrra starfsmanna

Árið byrjar með látum og auglýsir eftir hátt í þrjátíu nýjum starfsmönnum.

Okkur vantar helling af fólki

Árið byrjar með látum hjá Advania því á næstu vikum ætlar fyrirtækið að ráða til sín hátt á þriðja tug nýrra starfsmanna í fjölbreytt verkefni.  

Fjölbreytt störf í boði

Leitað er eftir forriturum, gagnagrunnssérfræðingum, tölvunarfræðingum og verkfræðingum. Advania er bæði að leita eftir reynsluboltum og nýgræðingum og ekki myndi skemma fyrir umsækjendum að hafa brennandi áhuga á upplýsingatækni.  

Ekki bara skemmtileg vinna

„Við erum alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni“ segir Gestur G. Gestsson forstjóri Advania en bætir um leið við að það séu ekki bara fjölbreytt og spennandi störf í boði því hressir vinnufélagar, gott vinnuumhverfi og frábært mötuneyti fylgi með í kaupunum.  Þá geti nýjir starfsmenn ennfremur komið sér í form eftir jólin því í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúninu sé fín líkamsræktaraðstaða.  „Ég hvet alla sem hafa áhuga á þessum störfum að og sækja um“, segir Gestur að lokum.   

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.