Nýjasta nýtt - 20.01.2014

Advania sér um upplýsingatæknina fyrir Akureyrarbæ

Akureyrarbær og Advania hafa undirritað samning um að Advania taki að sér rekstur og framþróun á upplýsingatæknikerfum bæjarins og stofnana hans til næstu fimm ára.

Akureyrarbær og Advania hafa undirritað samning um að Advania taki að sér rekstur og framþróun á upplýsingatæknikerfum bæjarins og stofnana hans til næstu fimm ára. Markmiðið er að auka ávinning og hagræði Akureyrarbæjar og íbúa af notkun upplýsingatækni. 

Kerfi bæjarins verða hýst í hýsingarsal Advania á Akureyri en alls starfa 35 manns hjá Advania á Akureyri. Verkefnið rennir því frekari stoðum undir starfsemi Advania í höfuðstað Norðurlands. Samningurinn felur í sér að Advania tekur að sér rekstur og hýsingu á miðlægum kerfum, ásamt því að sjá um gagnageymslur bæjarins, gagnaafritun, eftirlit með kerfum, netsamband og Internetþjónustu. Jafnframt mun Advania þjónusta 1.200 starfsmenn bæjarins við tölvunotkun þeirra.

 „Akureyrarbær hefur keypt hýsingu fyrir tölvukerfi sín síðan 2001 með góðum árangri. Advania verður fjórða fyrirtækið til að taka að sér hýsinguna og reksturinn. Við höfum átt ágæt samskipti við Advania á þessum tíma varðandi kaup á tölvubúnaði og erum bjartsýn á að fyrirtækið muni veita okkur góða þjónustu áfram. Upplýsingakerfi verða æ mikilvægari fyrir sveitarfélög eins og aðra með hverju árinu sem líður og þess vegna er mikið undir því komið að samstarfið við Advania gangi vel“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri. 

Á meðal þeirra upplýsingakerfa sem starfsmenn bæjarins nýta sér í daglegum störfum eru SAP bókhaldskerfi, One skjalakerfi og mannauðskerfið Vinnustund. Allar stofnanir bæjarins tengjast inn á miðlægt umhverfi Akureyrarbæjar sem hýst verður hjá Advania.

„Rekstur Akureyrarbæjar er spennandi verkefni sem við hjá Advania hlökkum til að takast á við í samstarfi við starfsmenn bæjarins. Við nýtum stærðarhagkvæmni í rekstri okkar og getum því boðið þjónustu og lausnir á mjög samkeppnishæfu verði. Við sjáum mikla möguleika á að bærinn geti náð hagræði í rekstri og bætt sína þjónustu við íbúa með upplýsingatækni,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania.


Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.