Nýjasta nýtt - 16.04.2013

Advania spilar sóknarleik með HSÍ

Advania hefur undirritað samstarfssamning við HSÍ til tveggja ára.

Advania hefur undirritað viðamikinn samstarfssamning við Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) til tveggja ára. Samstarfið nær meðal annars til fjölbreyttrar upplýsingatækniþjónustu á sviði hugbúnaðar, vélbúnaðar og ráðgjafar. Einnig er fyrirhugað að Advania þrói nýtt mótakerfi fyrir HSÍ á næstu misserum.

“Samstarfið við HSÍ er sóknarbragð, enda hyggjumst við liðsinna sambandinu með þeim hætti, sem nýtir best styrkleika okkar og sóknarfæri á sviði fjölbreyttrar þjónustu í upplýsingatækni. Við rennum í leiðinni styrkum stoðum undir tæknilega grunnviði þess sem margir telja þjóðaríþrótt Íslendinga. Það er tilhlökkunarefni að styðja við starfsemi sambandsins, sem meðal annars heldur úti öflugum landsliðum í fremstu röð á heimsvísu,” segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

Eitt af þremur lykilverkefnum

Samningurinn er liður í því verkefni Advania að styðja með myndarlegum hætti við þrjú samfélagstengd lykilverkefni næstu árin og tengja þann stuðning við gildi fyrirtækisins sem eru ástríða, snerpa og hæfni. Verkefnin þrjú eru unnin með HSÍ, Háskólanum í Reykjavík við uppbyggingu þverfaglegrar þekkingar á viðfangsefnum atvinnulífsins og Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna þar sem öll börn með greiningu fá gefins nettengda fartölvu.

“Advania vill með þessum verkefnum taka virkan þátt í uppbyggingu velferðar í íslensku samfélagi og vera ekki bara álitlegur fjárfestingakostur, traustur samstarfsaðili og eftirsóttur vinnustaður, heldur einnig ábyrgur samfélagsþegn, sem leggur sitt af mörkum. Með þessum hætti setur Advania tóninn fyrir samfélagsleg styrktarverkefni fyrirtækisins næstu árin,” bætir Gestur við.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.