Nýjasta nýtt - 05.05.2014

Advania undirbýr nýtt gagnaver í Reykjanesbæ

Vegna aukinna umsvifa undirbýr Advania byggingu 2500 fermetra gagnavers á Fitjum í Reykjanesbæ. Advania rekur nú þegar gagnaver í Hafnarfirði og mun rekstur þess haldast óbreyttur. Mikill vöxtur hefur verið í gagnaversþjónustu fyrirtækisins, en Advania tók við gagnaverinu Thor í Hafnarfirði í lok árs 2011.

Nýtt gagnaver í Reykjanesbæ

Vegna aukinna umsvifa undirbýr Advania byggingu 2500 fermetra gagnavers á Fitjum í Reykjanesbæ. Advania rekur nú þegar gagnaver í Hafnarfirði og mun rekstur þess haldast óbreyttur. Mikill vöxtur hefur verið í gagnaversþjónustu fyrirtækisins, en Advania tók við gagnaverinu Thor í Hafnarfirði í lok árs 2011.

Gott aðgengi að orku og svölu lofti skiptir miklu máli

„Undirbúningur er þegar hafinn og ef vel gengur með framkvæmdir og öflun viðskiptavina mun fyrsti áfangi verða tekinn í notkun í ár.  Fitjar eru mjög hentugt svæði fyrir gagnaversstarfsemi og aðgengi að orku er góður. Fyrir okkur sem reka gagnaver skiptir mestu máli að hafa gott aðgengi að orku og svölu lofti sem hjálpar til við að kæla tölvubúnað á umhverfisvænan og hagkvæman hátt,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson framkvæmdastjóri Rekstrarlausna Advania.
 

80 alþjólegir viðskiptavinir

Nú nýta um 80 alþjóðlegir aðilar þjónustu gagnavers Advania og er stærsti einstaki viðskiptavinurinn Opera Software, en um 230 milljón viðskiptavina fyrirtækisins fara í gegnum búnaðinn sem hýstur er í gagnaveri Advania.
 

Græn orka með öruggum, hagkvæmum og sveigjanlegum tölvurekstri

„Það er orðið forgangsmál hjá fyrirtækjum og stofnunum um allan heim að draga úr útblæstri gróðurhúsaloftegunda í sinni upplýsingatækni. Við getum boðið græna orku og fyrirsjáanlegan orkukostnað til langs tíma. Fyrir viðskiptavini okkar þýðir þessi stækkun aukna möguleika á að hagnýta svokölluð tölvuský þar sem hýsa má gögn, hugbúnað og tölvuumhverfi. Ávinningur þeirra felst í öruggum, hagkvæmum og sveigjanlegum tölvurekstri sem knúinn er með grænni orku. Það er einnig ánægjuefni að geta stuðlað að uppbyggingu atvinnulífsins í Reykjanesbæ með þessari framkvæmd,“ segir Gestur G. Gestsson forstjóri.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.