Nýjasta nýtt - 01.10.2013

Akureyrarbær auðveldar launavinnslu fyrir rúmlega tvö þúsund starfsmenn bæjarins

Akureyrarbær hefur fest kaup á tíma- og viðveruskráningakerfinu VinnuStund frá Advania en rúmlega tvö þúsund starfsmenn bæjarins og stofnana hans verða notendur í kerfinu. VinnuStund heldur utan um tíma-, viðveru- og fjarvistaskráningar starfsmanna og nýtist til að skipuleggja vinnutíma þeirra.


Tvö þúsund starfsmenn Akureyrarbæjar nota Vinnustund

Akureyrarbær hefur fest kaup á tíma- og viðveruskráningakerfinu VinnuStund frá Advania en rúmlega tvö þúsund starfsmenn bæjarins og stofnana hans verða notendur í kerfinu. VinnuStund heldur utan um tíma-, viðveru- og fjarvistaskráningar starfsmanna og nýtist til að skipuleggja vinnutíma þeirra.

Greiðari aðgangur að upplýsingum og betri yfirsýn

„Við innleiðum VinnStund til þess að auðvelda launavinnslu og launaútreikninga. Ávinningur okkar felst í að stjórnendur fá bætta yfirsýn yfir viðveru og fjarveru starfsmanna og starfsmenn fá greiðan aðgang að ýmsum upplýsingum sem nýtast þeim vel,“ segir Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri Akureyrarbæjar.

VinnuStund verður beintengt við SAP-mannauðs- og launakerfi bæjarins og felur innleiðingin í sér aukna sjálfvirkni í launavinnslu.

Upplýsingatækni veitir áþreifanlegan ávinning

„Það er markmið Advania að færa viðskiptavinum sínum áþreifanlegan ávinning af upplýsingatækni. Samtenging tímastjórnunarkerfis eins og VinnuStundar við mannauðskerfi gefur mörg tækifæri til þess að auka skilvirkni í rekstri, bæta yfirsýn stjórnenda og auka starfsánægju á vinnustöðum,“ segir Gestur G. Gestsson forstjóri Advania.


Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.