Nýjasta nýtt - 11.6.2019 15:00:00

Aukin þjónusta á sviði kerfisrekstrar á Norðurlandi

Aron Örn Sigurðsson hefur verið ráðinn til Advania á Sauðárkróki. Hann mun sjá um rekstur tölvukerfa og notendaþjónustu á svæðinu.

Aron Örn Sigurðsson hefur verið ráðinn til Advania á Sauðárkróki. Hann mun sjá um rekstur tölvukerfa og notendaþjónustu á svæðinu.

Ráðning Arons þýðir að Advania á Sauðárkróki getur nú veitt fyrirtækjum á Norðurlandi umfangsmeiri þjónustu en áður. Hingað til hafa verkefnin að mestu tengst viðskipta- og bókhaldskerfinu NAV en með komu Arons eykst fjölbreytileiki þeirra til muna. Nú getur Advania á Sauðárkróki til að mynda séð um hönnun og rekstur flókinna UT-kerfa og veitt fyrirtækjum á svæðinu útstöðvaþjónustu. 

Aron er uppalinn á Sauðárkróki og þekkir vel til í sveitarfélaginu. Hann hefur starfað samfleytt við kerfisrekstur undanfarin níu ár en áður starfaði hann í vettvangsþjónustu hjá Símanum. Aron býr yfir mikilli reynslu af rekstri skýjalausna og hefur mikinn áhuga á notkun sjálfvirknivæðingarlausna. „Ég hef sérstakt dálæti á að nýta sjálfvirkni til að einfalda störf, t.d. með aðstoð Powershell,“ segir hann aðspurður. Hann bætist nú í hóp öflugra starfsmanna Advania og er þegar farinn að starfa að verkefnum sem tengjast Heilbrigðisstofnun Norðurlands. 

Hann telur mikil verðmæti felast í því að fyrirtæki á svæðinu hafi greiðan aðgang að sérhæfðri þekkingu. „Við sinnum fjölmörgum verkefnum í fjarþjónustu en það er alltaf gott að geta leitað til sérfræðinga á staðnum. Þannig getum við gert þjónustuna persónulegri og árangursíkari,“ segir Aron. Hann segist sjá mikil tækifæri í UT-rekstri á norðvesturhorninu. „Hér er fjöldinn allur af flottum fyrirtækjum sem ég hlakka til að kynnast betur og veita framúrskarandi þjónustu."

 

 

Fleiri fréttir

Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.