Nýjasta nýtt - 3.4.2019 12:38:00

Brynjólfur Ægir forstöðumaður Advania Advice

Brynjólfur Ægir Sævarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Advania Advice, ráðgjafateymis Advania.

Brynjólfur Ægir Sævarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Advania Advice, ráðgjafateymis Advania.

Brynjólfur er viðskiptafræðingur með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og með próf í miðlun verðbréfa. Hann vann í 12 ár hjá Landsbankanum, lengst af sem útibússtjóri en síðar sem forstöðumaður viðskiptaþróunar. Hjá Landsbankanum hlaut hann einnig vottun í fjármálaráðgjöf. Síðasta árið hefur hann unnið að sprotaverkefnum á sviði fjármálaþjónustu.

Advania Advice er óháð ráðgjafateymi sem styður stjórnendur fyrirtækja í að takast á við áskoranir í stafrænni þróun. Áskoranir á borð við stefnumótun, forgangsröðun í vali á verkefnum ásamt þróun ferla og hönnun þjónustu. Teymið samanstendur af öflugum ráðgjöfum með mikla reynslu og sérþekkingu.

„Það er akkur að fá til okkar svo reyndan stjórnanda sem sjálfur hefur tekist á við þær miklu áskoranir sem nú eru að gjörbreyta fyrirtækjarekstri,“ segir Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna hjá Advania.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.