CAOZ gerði Hetjur Valhallar í 3D með Dell-búnaði
Frumsýning á Þór 14. október um land allt.
Hetjur Valhallar: Þór verður frumsýnd föstudaginn 14. október um land allt. Þetta er fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri lengd og er hún einnig í þrívídd. Jafnframt er þetta stærsta kvikmyndaverk sem ráðist hefur verið í á íslandi.
Það er CAOZ sem framleiðir myndina en hún hefur verið í sjö og hálft ár í framleiðslu. Áður hefur CAOZ meðal annars gert Litlu ljótu lirfuna og Önnu og skapsveiflurnar.
Allt þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi fyrir Skýrr, nema hvað starfsfólk CAOZ vann alla myndina á Dell-búnað, en Dell er einn helsti samstarfsaðili og birgir Skýrr. CAOZ-fólkið notaði meðal annars Dell Equallogic gagnageymslur, Dell Poweredge netþjóna og Dell Precision vinnustöðvar í verkið.
Á sama tíma og við hjá Skýrr óskum CAOZ til hamingju með verkið mælum við með því að fólk skellir sér á þetta meistaraverk
Þess má geta að Dell vann reynslusögu (case study) með CAOZ varðandi þetta verk. Smelltu hérna til að lesa þessa sögu.