Nýjasta nýtt - 18.05.2012

DV í hýsingu hjá Advania

Útgáfufélagið DV hefur samið við Advania um hýsingu fyrir fréttavef fyrirtækisins, DV.is.

Útgáfufélagið DV hefur samið við Advania um hýsingu fyrir fréttavef fyrirtækisins, DV.is. Við undirbúning samstarfsins var lögð mikil áhersla á afköst, áreiðanleika, upptíma og hátt öryggisstig.

"Hnökralaus uppitími DV.is er eitt af meginatriðunum í okkar rekstri, enda er þetta þriðji fjölsóttasti vefur landsins í dag, samkvæmt mælingum. Það hentar okkur hjá DV að eiga í nánu samstarfi við trausta þjónustuaðila og geta þannig eytt kröftum okkar í kjarnastarfsemi fyrirtækisins,” segir Reyni Traustason, ritstjóri og einn eigenda DV.

„Við hjá Advania höfum ekki marga viðskiptavini með stífari kröfur um öruggan rekstur og uppitíma heldur en DV, sem er einn öflugasti fjölmiðill og netmiðill landsins. Við höfum að undanförnu bætt mjög við uppbyggingu okkar á sviði hýsingar og netkerfa og að vissu leyti sérhæft okkur í rekstri álagsþungra vefsvæða. Við leggjum mikið upp úr því að vera í fararbroddi hér á landi þegar kemur að hýsingu og sérhæfðum netbúnaði fyrir álagsþung vefsvæði með mikla umferð,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.