Blogg - 14.05.2012

Dell OptiPlex - ein með öllu

Nú í júní mun Dell setja á markað nýjar vélar í OptiPlex fjölskyldunni en slíkar vélar hafa reynst mörgum fyrirtækjum vel.

Nú í júní mun Dell setja á markað nýjar vélar í OptiPlex fjölskyldunni en slíkar vélar hafa reynst mörgum fyrirtækjum vel. Meðal nýjunga í línunni er mjög áhugaverður fjölskyldumeðlimur, Dell OpitPlex 9010 AIO (All-In-One).

Sambyggð tölva og skjár

Hér er á ferðinni einstök hönnun þar sem tölvan er sambyggð skjánum, með innbyggðum spennugjafa og möguleika á veggfestingu. Með þessari hönnun er borðpláss sparað og snúrum fækkað.

Vottuð fyrir Microsoft Lync

OptiPlex 9010 AIO er með 23" skjá, innbyggðri vefmyndavél og nýjustu tegund af Intel örgjörva. Vélin er vottuð fyrir Microsoft Lync samskiptaforritið sem mörg fyrirtæki eru að nota. Hún er ennfremur með ISV vottun fyrir heilsugæslu- og menntastofnanir.

Öruggur og fljótur gagnaflutningur

OptiPlex 9010 AIO er með gott aðgengi að USB 3.0 tengjum fyrir öruggan og fljótan gagnaflutning. Auðvelt er að tengja auka skjá við vélina í gegnum hefðbundið Video Graphics Array (VGA) tengi eða High-Definition Multimedia Interface (HDMI).

Stuðningur við sýndarlausnir (VDI)

Innbyggður stuðningur er í tölvunni fyrir sýndarlausnir svo sem On Demand Desktop Streaming eða við sýndavélalausnir í biðlurum. Vélin nýtur einnig sama Image og aðrar tölvur í OptiPlex línunni sem þýðir að það tekur skamma stund að setja hana upp á nýtt. Hægt er að uppfæra Basic Input Output System (BIOS) með fjartengingu. Nýta má Dell Remote Hard Drive Wipe og þurrka allt af harða diskinum ef með þarf. 

Um höfundinn

Páll Marcher Egonson er vörustjóri Dell hjá Advania. Hann hefur áhuga á golfi, ferðlögum og Dell tölvunördadóti. 

Hafa samband

Advania býður upp á fjölbreytt úrval Dell tölvubúnaðar fyrir atvinnulífið. Ef þú vilt vita meira um lausnir frá Dell hafðu þá samband við Pál með því að senda honum tölvupóst.

 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.