Nýjasta nýtt - 14.11.2013

Fjármálaráðherra flytur lykilræðu á Oracle notendaráðstefnu Advania

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytur lykilræðu á Oracle notendaráðstefnu sem Advania heldur á Hilton Nordica hóteli föstudaginn 15. nóvember.


Fjármálaráðherra flytur lykilræðu

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytur lykilræðu á Oracle notendaráðstefnu sem Advania heldur á Hilton Nordica hóteli föstudaginn 15. nóvember. Yfirskrift fyrirlesturs ráðherra er „Rafræn stjórnsýsla og hagnýting upplýsingatækni.“og hefst ræða hans kl. 08:50 í aðalráðstefnusal hótelsins. Annars hefst ráðstefnan hefst kl. 08:30 með setningarræðu Gests G. Gestssonar forstjóra Advania, og lýkur kl. 17. Þetta er annað árið í röð sem Oracle notendaráðstefna er haldin eftir nokkuð hlé en í fyrra sóttu um 500 manns ráðstefnuna. Búast má við svipuðum fjölda þátttakenda í ár en alls eru Oracle notendur um 20 þúsund talsins um land allt. 

Ráðstefna sérsniðin að þörfum notenda

Notendaráðstefnan er sérsniðin til að mæta þörfum Oracle notenda í daglegum verkefnum, aðstoða þá við að læra betur á kerfið og auka notagildi þess. Á dagskrá hennar eru 26 fyrirlestrar og eru fyrirlesarar fjölbreyttur hópur innlendra og erlendra starfsmanna Fjársýslu Ríksins, Oracle, Advania, Alcoa Fjarðarál, National Oilwell Varco og Landsspítala háskólasjúkrahúsi. Þeir fjalla um nýjustu strauma og stefnur í Oracle lausnum. Reynslusögur og hagnýtar upplýsingar eiga stóran sess á ráðstefnunni. 

Um Oracle

Oracle kerfið er viðskiptahugbúnaður sem felur í sér heildarlausn fyrir fyrirtæki og stofnanir. Kerfið samanstendur af rúmlega 60 kerfishlutum þar á meðal öflugu mannauðskerfi, fjárhagsbókhaldi, verkbókhaldi, innkaupakerfi og eignastýringarkerfi. Advania er viðurkenndur samstarfsaðili Oracle, Oracle Platinum Partner. Þeir íslensku aðilar sem nýta Oracle lausnir eru Fjársýsla ríkisins sem hagnýtir fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (Orra) en Reykjavíkurborg, Seðlabankinn og Alcoa Fjarðarál nota Oracle mannauðs- og launakerfi. 

Um Advania

Advania er stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins og starfa þar um 1.100 starfsmenn: 600 hér á landi og 500 til viðbótar í Noregi og Svíþjóð. Advania býður fjölbreyttar lausnir og þjónustu, sem spanna upplýsingatækni frá A til Ö. Starfsemi fyrirtækisins er vottuð samkvæmt alþjóðlegu gæða- og öryggisstöðlunum ISO 9001 og ISO 27001.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.