Nýjasta nýtt - 15.12.2017 11:47:00

For­stjór­inn brugg­ar fyr­ir starfs­menn

Ægir Már Þóris­son, for­stjóri Advania, og fé­lag­ar hans í bjór­klúbbi fyr­ir­tæk­is­ins brugga á annað þúsund lítra af bjór fyr­ir sam­starfs­fólk sitt og viðskipta­vini. Bjór­inn kall­ast Ölgjörvi og verður á boðstóln­um á ný­árs­gleði Advania.

Ægir Már Þóris­son, for­stjóri Advania, og fé­lag­ar hans í bjór­klúbbi fyr­ir­tæk­is­ins brugga á annað þúsund lítra af bjór fyr­ir sam­starfs­fólk sitt og viðskipta­vini. Bjór­inn kall­ast Ölgjörvi og verður á boðstóln­um á ný­árs­gleði Advania.

Í sam­tali við Mat­ar­vef­ mbl.is sagði Ægir að mik­ill áhugi starf­manna hefði verið kveikj­an að brugg­inu en kunn­átt­an hefði jafn­framt verið tölu­verð. „Hér voru nokkr­ir brugg­ar­ar og þar á meðal einn, Guðmund­ur Karl Karls­son, sem hafði sigrað brugg­keppni með bjór sem hann kallaði Austra.“

Það var því ekki langt að sækja þekk­ing­una en í ár verður boðið upp á Ölgjörva 3.0 sem jafn­framt er þriðji ár­gang­ur­inn. Mik­ill metnaður er jafn­an lagður í umbúðahönn­un og ágang­ur í birgðirn­ar slík­ur að í fyrra kláraðist upp­lagið á undra­verðum hraða.

Ölgjörvi 1.0 var fyrsta upp­lagið og var bruggaður hjá Gæðingi í Skagaf­irði. Starfs­menn Advania voru þá með í ferl­inu frá hug­mynd að þróun upp­skrift­ar og tóku þátt í sjálfri fram­leiðslunni. Úr urðu 600 lítr­ar af vel humluðu föl­öli.

Eft­ir frá­bær­ar viðtök­ur við fyrstu ár­gerð Ölgjörv­ans var brugðið á það ráð að auka fram­leiðsluna. 900 lítr­ar af Ölgjörva 2.0 voru því bruggaðir af starfs­fólki Advania hjá Bryggj­unni í fyrra. Þótt bjóráhuga­fólkið vilji stuðla að hóf­legri drykkju verður bruggað tölu­vert meira magn í ár, ekki síst í ljósi þess hve hratt (og grun­sam­lega) birgðirn­ar kláruðust í fyrra.
Ægir seg­ir að Ölgjörvi sé mjög vandaður bjór og lýs­ir hon­um sem „góðum bjór fyr­ir fólk sem fíl­ar vonda bjóra.“ „Þetta er mjög góður bjór sem flest­ir geta drukkið en svo bætt­um við um bet­ur í ár og brugguðum ann­an sem er meiri nör­da­bjór og kannski ekki allra,“ seg­ir Ægir en 200 lítr­ar verða bruggaðir af „nör­da­bjórn­um“. Það verða því fram­leidd­ir um 1.500 lítr­ar af Ölgjörva 3.0 sem nú eru í gerj­un hjá Ölvis­holti en „nör­da­bjór­inn“ er í fram­leiðslu hjá Ölverki. Nú bygg­ir fram­leiðslan al­farið á upp­skrift starfs­manna Advania en þess má geta að Advania er að sjálf­sögðu með vín­veit­inga­leyfi í höfuðstöðvun­um sak­ir bjóráhuga starfs­manna en hjá fyr­ir­tæk­inu starfa 625 manns. Í bjór­klúbbn­um góða eru yfir 200 starfs­menn eða tæp­ur þriðjung­ur starfs­manna sem telst ansi gott.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.